is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4471

Titill: 
  • Eru kaupréttarsamningar sanngjarnir í skilningi laga nr. 2/1995 um hlutafélög
Titill: 
  • Are call options fair according to the understanding of corporation law no. 2/1995
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með verkefni þessu er leitast við að svara þeirri spurningu hvort kaupréttarsamningar séu sanngjarnir í skilningi laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Til að komast að niðurstöðu voru hugtökin „kaupréttarsamningur“ og „meginreglur félagaréttar“ skilgreind ásamt því að útskýra nánar hvað ákvæði 76. og 95. gr. hlutafélagalaga, um jafnrétti hluthafa fela í sér. Einnig var gerð umfjöllun um mál Hæstaréttar nr. 228/2009 en er það mál talið geta verið fordæmisgildandi á sviði félagaréttar hvað varðar samninga sem félög gera við starfsmenn um kaup á eigin bréfum, ásamt öðrum sérsamningum sem félög hafa verið að gera við stjórnendur sína í formi kaupréttar, söluréttar eða annarra sérgreiðslna sem almennt er ekki í boði fyrir aðra hluthafa.
    Mikill ágreiningur hefur verið meðal hluthafa sem og annarra um lögmæti kaupréttasamninga, sem félög hafa verið að gera við stjórendur sína, hvort sem er vegna starfsloka þeirra eða umbunar fyrir velgengni í starfi. Heimilt er samkvæmt lögum um hlutafélög að gera vel við stjórendur sína. Er því í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir því að félög geri samninga við þá og kaupi af þeim hluti sem þeir eiga í félaginu. Vafaatriðið er hinsvegar að þessir kaupréttarsamningar fela oft í sér yfirverð á hlutum, sem gerir það að verkum að félög eru að kaupa eigin hluti á hærra verði en raunvirði þeirra er, getur það því varla talist að hagsmunir félagsins séu þar að leiðarljósi. Þar sem samningarnir eru aðallega gerðir við ákveðna hluthafa, starfsmenn félagsins, en ekki við alla hluthafana þá hljóta samningarnir að vera ósanngjarnir fyrir þá þar sem þeir njóta ekki sambærilegra kjara fyrir sína hluti

Samþykkt: 
  • 2.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arnadan_fixed.pdf649.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna