is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44718

Titill: 
  • Byltur hjá eldra fólki: Hjúkrunargreiningum og -meðferð varpað yfir í ICNP
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Byltur eru stórt lýðheilsuvandamál sem við stöndum frammi fyrir á alþjóðavísu og þær eru önnur helsta orsök dauðsfalla af völdum slysa á eftir umferðarslysum (WHO, 2021). Byltur hjá sjúklingum eru algengasta atvikið sem tilkynnt er á Landspítalanum og oftar hjá eldri sjúklingum. WHO skilgreinir byltur sem atburð sem leiðir til þess að einstaklingur lendir óviljandi á jörðinni, byltur geta valdið einstaklingum alvarlegum meiðslum og kostað heilbrigðiskerfið eða stofnanir mikla peninga. Bylta hjá sjúklingi á sjúkrahúsi getur leitt til lengri legutíma, hærri dánartíðni og skertra lífsgæða. Byltuvarnir og meðferð bæði í klínískum og samfélagslegum aðstæðum eru mikilvægt alþjóðlegt verkefni sem þarf að taka á.
    Markmið: Að greina áhættuþætti og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna byltna sérstaklega meðal eldri einstaklinga. Auk þess að greina hugtök sem skipta máli, sérstaklega hjúkrunargreiningar og hjúkrunarmeðferðir sem og klínískar leiðbeiningar um byltuvarnir, og greina hvort þau hugtök eru til staðar í ICNP.
    Aðferðir: Leitað var í gagnreyndum heimildum að mikilvægum hugtökum varðandi hjúkrunarmat, greiningar og meðferðir sem tengjast byltum meðal eldra fólks, bæði í bráðaþjónustu og í samfélagsaðstæðum og var þeim varpað yfir í ICNP flokkunarkerfið. Notuð voru 4 stig við vörpun með það í huga að komast að því hvort valin hugtök fundust eða fundust ekki í ICNP hugtökum.
    Niðurstöður: Valdar voru 60 hjúkrunargreiningar (n) og 73 mögulegar hjúkrunarmeðferðir (n) í byltuvörnum og meðferð fyrir eldra fólk eftir að heimildir höfðu verið rýndar. Af 60 hjúkrunargreiningum sem varpað var yfir í ICNP 2022 útgáfu, voru alls 60% (n=36) sem vörpuðust fullkomlega, 30% (n=18) vörpuðust merkingarlega, 1,67% (n= 1) vörpuðust að hluta og 8,33 % (n=5) pössuðu ekki inn í ICNP hugtökin. Af 73 mögulegum hjúkrunarmeðferðum vörpuðust 47,95% (n=35) að fullu eða fullkomlega í ICNP hugtökin, 19,18% (n=14) vörpuðust merkingarlega og 13,70% (n=10) vörpuðust að hluta. Fjórtán hjúkrunaraðgerðir (19,18%) pössuðu ekki við ICNP 2022 útgáfuna.
    Ályktun: Fjölmargar gagnreyndar klínískar leiðbeiningar hafa verið þróaðar í byltumati, forvörnum og meðferð. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í byltuvörnum og meðferð fyrir eldra fólk bæði í klínískum og samfélagslegum aðstæðum. Verulegur hluti af völdum hjúkrunargreiningum og gagnreyndum hjúkrunarmeðferðum höfðu fullkomna eða mekingarlega vörpun í ICNP.
    Lykilorð: Byltur, byltuvarnir, eldra fólk, ICNP, vörpun, hjúkrunargreiningar, hjúkrunarviðfangsefni, hjúkrunarmeðferðir, hjúkrunarskráning.

Samþykkt: 
  • 6.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Byltur hjá eldra fólki Hjúkrunargreiningum og -meðferð varpað yfir í ICNP.pdf536,99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf579,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF