Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44726
Áætlað er að 1-3% almennings sé með einhverfu. Einhverfu fylgir oft erfiðleikar í félagslegum samskiptum og tengslamyndun. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aukið atvinnuleysi ríki hjá einhverfum. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna atvinnustöðu einhverfra á Íslandi og að kanna hvort að menntunarstig þeirra samsvari atvinnu. Einnig var lögð fram tilgáta um að konur með einhverfu væru líklegri til þess að hafa vinnu sem samsvari menntunarstigi. Spurningalisti var unninn með aðstoð Einhverfusamtakanna. Alls voru 86 þátttakendur sem tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að atvinnuleysi þýðisins mældist 30,7%. Atvinnuleysi á Íslandi var 5,05% á sama tíma og rannsóknir var gerð. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að þeir sem höfðu meiri menntun voru líklegri til að segja að menntunarstig tengdist starfi þeirra. Ekki var marktækur kynjamunur á menntunarstigi og atvinnu sem samsvarar því. Þessar niðurstöður varpa ljósi á stöðu einhverfra á Íslenskum vinnumarkaði. Þessi rannsókn ýtir undir frekari þörf á rannsóknum á atvinnumálum sem einhverfir einstaklingar á Íslandi standa frammi fyrir.
Efnisorð: einhverfa, atvinnuleysi, samskipti, menntun, íslenskur vinnumarkaður
It is estimated that 1-3% of the general population has autism. Autistic people have difficulties in social interaction and communication. Studies have shown that autistic people experience employment issues. The main purpose of this study is to examine the employment status of autistic people in Iceland and examine whether their level of education matches their employment. It was hypothesized that women with autism are more likely to have jobs that match their educational level. The questionnaire was created with the collaboration of The Icelandic Autistic Society (Einhverfusamtökin). There were 86 participants in this study. The results show that the unemployment rate in this study is 30.7%. The unemployment rate in Iceland at the same time was 5.05%. The results showed that those with a higher level of education were likelier to report that their education level was related to their job. There was not a significant gender difference in the level of education and corresponding employment. These results shed light on the position of autistic people in the Icelandic labor market. This study highlights the need for more research on employment issues that autistic individuals in Iceland face.
Keywords: autism, unemployment, communication, education, Icelandic labor market
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil BSc verkefni.pdf | 274.23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |