is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44730

Titill: 
 • ,,Allt of lengi í kústaskáp" : upplifun skólastjórnenda af starfsánægju á tímum mygluvanda í skólum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á undanförnum misserum hefur reynt á starfsánægju og verkferla skólastjórnenda í ljósi myglu og rakaskemmda í skólum. Skólastjórnendur eru tengiliðir milli skólayfirvalda og kennara, starfsmanna, foreldra og barna. Afleiðingar myglu hafa áhrif á heilsufar hjá nemendum og starfsfólki og skólastjórnendur hafa þurft að bregðast hratt og öruglega við, á sama tíma og hugað er að húsnæðismálum og viðhaldskostnaði.
  Markmið rannsóknarinnar, ,, Allt of lengi í kústaskáp” – upplifun skólastjórnenda af starfsánægju á tímum mygluvanda í skólum, var að öðlast skilning á því hvernig skólastjórnendur upplifa starfsánægju þegar mygla kemur upp á vinnustað þeirra og meðan á úrbótum stendur. Í rannsókninni var sjónum beint að starfsánægju með því að varpa fram rannsóknarspurningunni: Hver er upplifun skólastjórnenda af starfsánægju á tímum mygluvanda í skólum? Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin viðtöl við fimm skólastjórnendur sem starfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem mygla eða rakaskemmdir hafa greinst. Viðtöl voru greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri nálgun eigindlegrar aðferðar til þess að öðlast skilning á upplifun og reynslu skólastjórnenda.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að skólastjórnendur upplifðu mikla þreytu, ofurálag og skort á verkferlum. Við þemagreiningu í þessari rannsókn birtust fjögur þemu: ,,Þreyta og ofurálag”, ,,ólga undir niðri’’, ,,fólk er að leita upplýsinga” og ,,skortur á skilvirkum verkferlum”. Að lokum kom kjarninn (e. essence) í ljós, það er ,,þreyta”. Skólastjórnendur upplifa mikið álag í starfi á tímum mygluvandamála.
  Vísbending er um að sveitarfélög þurfi að huga að því að hanna verkferla sem taka sérstaklega til þarfa skólastjórnenda og starfsemi skóla þegar mygluvandamál koma upp. Þannig geta skólastjórnendur brugðist við með bættri upplýsingamiðlun, samskiptum og starfsánægju.
  Lykilhugtök rannsóknar: Starfsánægja, samskipti, upplýsingamiðlun og verkferlar.

Samþykkt: 
 • 6.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
,,Allt of lengi í kústaskáp%22 - Upplifun skólastjórnenda af starfsánægju á tímum mygluvanda í skólum.pdf426.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna