is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44732

Titill: 
  • Forprófun á vitsmunaþroskaprófi Woodcock-Johnson IV (WJ IVIS) í úrtaki barna í 1. og 4. bekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Unnið var að forprófun fjórðu útgáfu vitsmunaþroskaprófs Woodcock-Johnson (WJ IV COG) í íslenskri þýðingu. Í WJ IV COG eru tíu kjarnapróf og átta valpróf en aðeins kjarnaprófin voru til athugunar í þessari rannsókn. Kjarnaprófunum tíu var skipt í tvo prófhelminga og hver helmingur lagður fyrir 50 börn sem voru í 1. eða 4. bekk. Þyngd prófatriða var skoðuð og borin saman við upprunalega þyngdarröð í Bandaríkjunum, eða við fyrirlagnarröð í íslenskri útgáfu prófsins. Helstu niðurstöður voru að einhver tilfærsla var á atriðum í öllum prófunum, en þó mismikil. Mesta tilfærsla atriða var í prófunum Samheiti og Andheiti, en í undirprófunum Rýmistengsl og Snúningur flatarmálsmynda færðust atriðin minnst að meðaltali. Samanburður á heildartölum prófanna eftir aldri sýndi að eldri börnin voru með marktækt hærri heildartölur en þau yngri á öllum prófum nema einu. Meðalfylgni atriða við heildartölu prófs var athuguð og var hæst í prófinu Innsetning en lægst í prófinu Munnleg athygli. Áreiðanleiki prófanna var í flestum tilvikum viðunandi eða nálægt því að vera viðunandi og var hæstur í prófunum Innsetning, Talnaleikni og Samheiti, en lægstur í undirprófunum Snúningur flatarmálsmynda og Rýmistengsl.

Samþykkt: 
  • 6.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS LOKAÚTGÁFA -.pdf1.6 MBLokaður til...05.06.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf177.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF