is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44737

Titill: 
  • Er kynbundin skekkja í mati á leiklýsendum?
  • Titill er á ensku Is the evaluation of sports commentators biased by gender?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir benda til að kyn geti haft áhrif á mat á frammistöðu leiklýsenda. Hlutverk þeirra er að lýsa atburðum íþróttaleiks, veita sögulegt samhengi og auka spennu. Mæling á frammistöðu er framkvæmd með frammistöðumati sem getur verið notað til að taka mikilvægar ákvarðanir og þarf því að vera án skekkju. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort mat á frammistöðu leiklýsenda væri ólíkt eftir kyni og hvort mat á frammistöðu leiklýsanda sem gerir mistök væri sömuleiðis ólíkt eftir kyni. Búist var við því að frammistaða kvenkyns leiklýsanda yrði metin lakari og að annað hvort frammistaða karl- eða kvenkyns leiklýsanda yrði metin verri við mistök. Þátttakendur voru 459 sjálfboðaliðar valdir af hentugleik en íslenskt áhugafólk um íþróttir var hvatt til þátttöku. Fyrirlögnin var rafræn, hverjum þátttakanda birtist aðeins eitt af fjórum myndböndum af handahófi sem innihéldu öll sama brot úr knattspyrnuleik, ýmist karl- eða kvenkyns rödd og rétta leiklýsingu eða mistök. Þátttakendur svöruðu frammistöðumati fyrir leiklýsendur. Niðurstöður sýndu ekki fram á mun í mati á frammistöðu leiklýsenda eftir kyni óháð tegundar lýsingar. Mat á frammistöðu leiklýsenda sem gerðu mistök aftur á móti var ólíkt á grundvelli kyns en aðeins hjá kvenkyns þátttakendum. Því er ekki hægt að álykta að íslenskt áhugafólk um knattspyrnu meti frammistöðu leiklýsenda mismunandi eftir kyni óháð tegundar lýsingar. Aðeins er hægt að álykta að kvenkyns knattspyrnuáhugafólk, en ekki karlkyns, meti frammistöðu leiklýsenda sem gera mistök ólíkt eftir kyni. Þessi rannsókn var sú fyrsta sem framkvæmd var á frammistöðumati leiklýsenda á Íslandi og því mikilvægur brautryðjandi í öflun slíkra gagna.

Samþykkt: 
  • 6.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2023 - BS - Er kynbundin skekkja í mati á leiklýsendum.pdf427.58 kBLokaður til...06.06.2073HeildartextiPDF
Skemman-yfirlysing.pdf2.1 MBLokaðurYfirlýsingPDF