Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44740
Það er ekkert leyndarmál að mörg verkefni hjá hinu opinbera fara oft á tíðum yfir kostnaðar- og/eða tímaáætlanir. Slíkt fær mikla gagnrýni frá almenningi, enda er það almenningur sem borgar verkefnin. En hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessari framúrkeyrslu sem á sér svo oft stað hjá hinu opinbera? Getur hið opinbera lært eitthvað af einkageiranum í stjórnunarháttum?
Í þessu verkefni verða skoðaðar tvær mismunandi skipulagsheildir, ein úr hinu opinbera (Fjarðabyggð) og ein úr einkarekstri (Norðurál). Skoðaðir verða stjórnunarhættir og hvort aðferðum verkefnastjórnunar og/eða verkefnastjórnsýslu sé beitt. Af viðtölum má greina að verkefnin eru mörg og stjórnunarhættir mismunandi hjá þessum tveim heildum. Út frá þeirri vinnu komum við með okkar álit um hvort eitthvað megi betur fara og hvort Fjarðabyggð geti lært af Norðuráli og þá hvernig væri hægt að gera betur í stjórnunarháttum stórra og flókinna verkefna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni-JónOgMagnús-Lokaútgáfa.pdf | 900.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |