is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44742

Titill: 
  • Örmögnun og vinnutengt þunglyndi: Aðgreining á grundvelli ólíkra áhrifaþátta
  • Titill er á ensku Distinguishing exhaustion from work-related depression
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kulnun er talin afleiðing langvarandi álags í starfi og einkennist fyrst og fremst af örmögnun. Ósamræmi sem hefur þó verið í skilgreiningum á kulnun hefur greitt veginn fyrir umræðu um hvort hún sé sérstætt heilkenni eða falli betur undir núverandi geðraskanir, sér í lagi þunglyndi. Sumir fræðimenn telja kulnun vera sjálfstæðan geðkvilla sem ætti ekki að fella undir þunglyndi. Aðrir fræðimenn hafa lagt til að kulnun sé í rauninni geðlægðarviðbragð við starfstengdri streitu og mætti jafnvel smætta niður í undirtegund þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á flókið samband kulnunar og þunglyndis og borið kennsl á ýmsa sameiginlega aðstæðubundna og einstaklingsbundna áhrifaþætti. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort sömu ferlar búi að baki kjarnaþætti kulnunar, örmögnunar, annars vegar og vinnutengds þunglyndis hins vegar. Spurningalisti var lagður fyrir 307 einstaklinga yfir 18 ára aldri á atvinnumarkaðinum. Niðurstöður staðfestu sterka fylgni á milli örmögnunar og vinnutengds þunglyndis, sem og samband þeirra við bæði álag í starfi og tilfinningalegan óstöðugleika. Miðlunargreining leiddi í ljós að þrjár tegundir álags í starfi, afkastakröfur, tilfinningalegar kröfur og hugrænar kröfur, höfðu ekki bein áhrif á vinnutengt þunglyndi, heldur var áhrifum þeirra miðlað í gegnum örmögnun. Viðsnúin greining sýndi að afkastakröfur og tilfinningalegar kröfur hefðu bein áhrif á örmögnun. Hugrænar kröfur höfðu ekki bein áhrif á örmögnun. Niðurstöður benda til þess að vinnutengt þunglyndi sé afleiðing örmögnunar, frekar en öfugt, og styður aðgreiningu þeirra. Mikilvægt er að sálfræðingar séu meðvitaðir um ólíka áhrifaþætti beggja sálarmeina við mismunagreiningu svo hægt sé að velja viðeigandi inngrip þegar kulnun er meðhöndluð.
    Efnisorð: kulnun, örmögnun, þunglyndi, vinnutengt þunglyndi, álag í starfi, afkastakröfur, tilfinningakröfur, hugrænar kröfur.

Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Melkorka-MS-ritgerð.pdf845.36 kBLokaður til...24.06.2028HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf162.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF