is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44743

Titill: 
  • Tengsl útundanótta við sálfélagslegar breytur: Hlutverk félagslegs samanburðar og þarfarinnar fyrir að tilheyra
  • Titill er á ensku The association between the fear of missing out (FOMO) and psychosocial variables: The role of social comparison and the need to belong
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilkoma tækninýjunga eins og samfélagsmiðla gerir fólki kleift að vera í meira sambandi við fjölskyldu og vini. Mikil notkun samfélagsmiðla hefur þó tengsl við neikvæða þætti á borð við útundanótta. Útundanótti er ótti við að aðrir séu að upplifa meira gefandi reynslu en maður sjálfur og einkennist af sterkri löngun til þess að vita sífellt hvað aðrir eru að gera. Rannsóknir hafa sýnt að útundanótti hefur tengsl við ýmsa sálfélagslega þætti eins og félagslegan samanburð og þörfina fyrir að tilheyra en óljóst er hvaða þættir hafa sterkust tengsl við hann. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl útundanótta við sálfélagslegar breytur og algengi hans á Íslandi. Tilgáturnar sem lagðar voru fram voru eftirfarandi: (1) Mikil þörf fyrir að tilheyra tengist meiri útundanótta, (2) sterk tilhneiging til að bera sig saman við aðra hefur tengsl við meiri útundanótta og (3) persónuleikagerðir hafa mismunandi tengsl við útundanótta. Þátttakendur voru nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Tengill með spurningalista og kynningarbréfi var sendur með tölvupósti til þátttakenda en gögnum var einnig aflað með snjóboltaúrtaki á Facebook-síðum rannsakenda. Þeir svöruðu meðal annars spurningum um útundanótta, félagslegan samanburð, þörfina fyrir að tilheyra, persónuleika og notkun samfélagsmiðla. Þátttakendur voru samtals 474 á aldrinum 18 til 73 ára. Meirihluti þátttakenda var konur (82,5%). Tengsl útundanótta voru sterkust við þörfina fyrir að tilheyra (β = 0,28), samfélagsmiðlafíkn (β = 0,21) og félagslegan samanburð (β = 0,18) í fullleiðréttu líkani. Einnig voru tengsl milli meiri útundanótta og minni samviskusemi (β = -0,09). Allar breytur skýrðu 62,6% af heildarbreytileika útundanótta. Rannsóknin er sú fyrsta á Íslandi til að kanna algengi útundanótta og tengsl hans við nokkrar sálfélagslegar breytur. Út frá niðurstöðum má álykta að minni samviskusemi, meiri þörf fyrir að tilheyra og meiri félagslegur samanburður tengist upplifun á meiri útundanótta. Rannsóknin eykur vísindalega þekkingu á viðfangsefninu og leggur grunn að frekari rannsóknum.
    Lykilorð: Útundanótti, þörf fyrir að tilheyra, félagslegur samanburður, persónuleiki, samfélagsmiðlafíkn, samfélagsmiðlanotkun

  • Útdráttur er á ensku

    The emergence of technological advancements such as social media have enabled people to be more connected with family and friends. However, heavy use of social media has been associated with negative factors such as the fear of missing out (FOMO). It is the fear that others are having more rewarding experiences than oneself and it is characterized by a strong desire to constantly know what others are doing. Research has shown that FOMO is related to various psychosocial factors such as social comparison and the need to belong, however, it is unclear which factors are most strongly associated with it. The aim of this study was to examine the relationship between FOMO and psychosocial variables and its prevalence in Iceland. In this study, the following hypotheses were proposed: (1) a high need to belong is related to more FOMO, (2) a strong tendency to compare oneself to others is associated with more FOMO, and (3) personality traits will have different associations with FOMO. Participants were students and staff members at the University of Iceland. A link to a questionnaire and a cover letter were sent to the participants via email, and data were also collected through a snowball sampling method on the researchers' Facebook pages. Participants answered questions about FOMO, social comparison, the need to belong, personality, and social media usage. In total, 474 participants aged 18 to 73 years took part in the study. The majority of the participants were women (82,5%). FOMO was most strongly associated with the need to belong (β = 0,28), social media addiction (β = 0,21) and social comparison (β = 0,18) in the full mediation model. In addition, lower conscientiousness (β = -0,09) was associated with more FOMO. All variables accounted for 62,6% of the total variance in FOMO. This study is the first of its kind in Iceland to explore the prevalence of FOMO and its association with several psychosocial variables. Based on the results, it can be concluded that lower conscientiousness, higher need to belong, and greater social comparison are associated with the experience of more FOMO. This study contributes to scientific knowledge on the subject and supports further research.
    Keywords: Fear of missing out, Need to belong, Social comparison, Personality, Social media addiction, Social media use

Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_FOMO_AKA.pdf808 kBLokaður til...24.06.2026HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf880,59 kBLokaðurYfirlýsingPDF