Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44746
This study examined gratitude in children and youth with disabilities. Participants (N = 72) were all children and youth from Reykjadalur, summer camp for individuals with disabilities. Very few studies exist on this topic. However, research on gratitude in general is ample and on how practicing gratitude affects people without disabilities. In this study, the aim was to examine whether there was a difference between children and youth with intellectual and motor disabilities when it came to gratitude and how it is expressed. The parents of the participants answered the GQ-6 questionnaire for their children, as well as background questions and elaborations on expressed gratitude of their children. No significant differences were found between the two groups. Results indicated that there were no differences between the groups in gratitude levels or how they expressed gratitude. There was however a significant difference within the intellectual disabled participants regarding how they expressed gratitude and for what they were grateful for. How age and developmental attributes affect ways of expressing gratitude warrants more focus in future studies. For future research, it would also be good to have more participants in a wider age range.
Keywords: disabilities, youth, children, gratitude.
Þessi rannsókn skoðaði þakklæti hjá fötluðum börnum og ungmennum. Þátttakendur (N = 72) voru börn og ungmenni sem sóttu Reykjadal, sumarbúðir fyrir ungmenni með fatlanir. Mikilvægt var að skoða þetta efni þar sem fáar rannsóknir eru til um það. Hins vegar eru margar rannsóknir um þakklæti almennt og á þakklæti meðal einstaklinga án fötlunar og hvernig þau tjá þakklæti. Í þessari rannsókn var markmiðið að kanna hvort munur væri á milli barna og ungmenna með þroskahömlun annars vegar og hreyfihömlun hins vegar þegar kæmi að þakklæti og tjáningu þess. Rannsóknarspurningin var hvort munur væri á börnum og ungmennum með hreyfihömlun og þroskahömlun varðandi þakklæti. Foreldrar þátttakenda svöruðu GQ-6 spurningalista varðandi börnin sín ásamt bakgrunnsspurningum sem og spurningum um tjáð þakklæti. Enginn marktækur munur fannst á milli hópanna. Niðurstöður gáfu því til kynna að enginn munur væri á milli hópanna hvað varðar þakklæti eða hvernig þátttakendur tjáðu það. Hvernig aldur og þroski hefur áhrif á leiðir til að tjá þakklæti ætti að skoða nánar í framtíðarrannsóknum. Fyrir framtíðarrannsóknir væri einnig gott að hafa fleiri þátttakendur á breiðara aldursbili.
Lykilorð: fötlun, ungmenni, börn, þakklæti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Examining gratitude in children and youth with disabilities; is there a difference between children and youth with motor disabilities and intellectual disabilities?.pdf | 190.96 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |