is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44750

Titill: 
  • Sjálfbær stjórnun : mat á upplýsingagjöf og stjórnarháttum fyrirtækja​
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa skapað alheimsvanda sem líta má á sem hnattrænt risaverkefni. Allt frá seinni hluta 20. aldar hefur umræða um ábyrgð fyrirtækja við að sporna gegn vaxandi loftslagsvá verið til staðar. Fyrir tilstilli bindandi samkomulags á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og ýmissa alþjóðasamninga á sviði umhverfismála hefur hefur færst í vöxt að lönd lögfesti kröfur um að fyrirtæki geri grein fyrir áhrifum starfsemi sinnar á umhverfi og samfélag og upplýsi um stöðu sína gagnvart sjálfbærnimarkmiðum. Í þessu verkefni var kannaður uppruni hugtakanna sjálfbær þróun og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Gerð var rannsókn til að kanna hvernig valin íslensk fyrirtæki safna og gera grein fyrir ófjárhagslegum upplýsingum varðandi sjálfbærni og hvaða aðferðir og stjórnarhættir styðja við stefnu og árangur við samþættingu sjálfbærnisjónarmiða í kjarnastarfsemi. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á að samþætta sjálfbærniviðmið við stjórnarhætti samfara því að greina og miðla upplýsingum um áhrif eigin reksturs á samfélag og umhverfi. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í ágætu samræmi við fræðilegar greiningar og þróun viðmiða og stjórnunarlíkana um samþættingu sjálfbærniviðmiða við stjórnarhætti skipulagsheilda. Þær studdu enn fremur þá tilgátu höfunda að forsenda árangurs fyrirtækja í sjálfbærnimálum felist í skipulagi stjórnarhátta þeirra.

Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_MPM_KRISTÍN_RÓSA_SKEMMAN.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna