Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44754
Bakgrunnur: Heilsueflandi hugmyndafræði byggir á því að athygli beinist að þáttum sem ýta undir heilbrigði einstaklingsins og styrkja hann í að takast á við streituvalda lífsins. Mikill samhljómur er með heilsueflandi hugmyndafræði og hugmyndafræði ljósmæðra, sem byggir á því að litið sé á barneignarferlið sem lífeðlisfræðilegt ferli. Innan heilbrigðiskerfisins er stöðugt verið að meta útkomur en af þeim útkomubreytum sem safnað er í barneignarferlinu eru fáar sem heyra undir heilsueflandi útkomur. Heilsueflandi útkomubreytur gætu gagnast til að ýta undir og efla heilbrigði kvenna á þeim tímamótum sem barnsfæðing er.
Tilgangur og markmið: Markmið þessa verkefnis er að þróa og forprófa útkomubreytulista fyrir fæðingu sem byggir á heilsueflandi hugmyndafræði. Tilgangur forprófunarinnar var að meta yfirborðsréttmæti útkomubreytulistans með tilliti til þess hvort hægt sé að nota hann í fæðingum.
Aðferð: Aðferð þessarar rannsóknar fólst í því að hanna, þróa og forprófa útkomubreytulista. Þátttakendur forprófunarinnar voru sex ljósmæður sem starfa við fæðingar. Yfirborðsréttmæti útkomubreytulistans var metið með matslista sem þátttakendur fylltu út eftir að hafa forprófað listann í fæðingum.
Niðurstöður: Útkomubreytulistinn var notaður í samtals 16 fæðingum. Mat þátttakenda á honum sýndi að meirihluti var sammála því að lengd, uppröðun og flæði væri gott, auk þess sem fyrirmæli væru skýr, auðvelt væri að svara útkomubreytum og upplýsingar gagnlegar fyrir barneignarferlið. Tveimur þriðja þátttakenda þótti vanta ýmist spurningu og/eða frekari svarmöguleika. Talið er að útkomubreytulistinn hafi þrátt fyrir ýmsar minniháttar athugasemdir á innihaldi og svarmöguleikum nægilegt yfirborðsréttmæti til notkunar í fæðingum.
Ályktun: Niðurstöður gáfu vísbendingar um jákvætt viðhorf þátttakenda til heilsueflandi útkomubreytulista fyrir fæðingu og má því færa rök fyrir réttmæti slíks lista í klínísku starfi. Endurbættur útkomubreytulisti gæti nýst til frekari þróunar og rannsókna með það að markmiði að innleiða heilsueflandi útkomubreytur fyrir barneignarferlið.
Lykilorð: Heilsuefling, heilsueflandi útkomur, útkomur í fæðingu, ljósmóðurfræði
Background: The ideology of salutogenesis is based on focusing attention on factors that promote the health of an individual and support the person in dealing with life stressors. There is a lot of consonance between the ideology of salutogenesis and that of midwifery, which is based on looking at the birthing process as a physiological process. Outcomes are constantly being assessed within the health-care system, but few of the outcome variables that are gathered in the childbirth process fall under the category of salutogenic outcomes. Salutogenic outcome variables can be useful in promoting and strengthening women’s health at the milestone of childbirth.
Purpose and objective: The objective of this project was to develop and pretest outcome variables for deliveries that are built on salutogenic ideology. The purpose of pretesting was to assess the face validity of outcome variables in regard to whether they can be used in childbirth.
Methodology: The research methodology consisted of designing, developing and pretesting outcome variables. Pretest participants were six midwives who work with women in labour. The face validity of outcome variables was assessed using a questionnaire that participants completed after pretesting the list in childbirths.
Results: The list of outcome variables was used in a total of 16 childbirths. Participants’ evaluation of outcome variables showed that the majority of the participants agreed that the length, arrangement and flow were good, and that instructions were clear, it was easy to answer outcome variables and the information was useful in the birthing process. Two-thirds of the participants thought that the outcome variables either lacked questions or answered options. It is considered that the list has, despite comments on content and answer options, sufficient face validity to use in childbirths.
Resolution: The results indicated a positive attitude of participants to the list of salutogenic outcome variables for childbirth and one can thus argue the validity of such a list in clinical practice. The improved list of outcome variables could be used for further processing and testing with the aim of implementing salutogenic outcome variables for childbirth in the health-care setting.
Key words: Salutogenesis, salutogenic outcomes, birth outcomes, midwifery
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ilmur M.Sc..pdf | 2.33 MB | Lokaður til...02.06.2025 | Heildartexti | ||
yfirlýsing ISE.pdf | 1.74 MB | Lokaður | Yfirlýsing |