is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44758

Titill: 
 • Viðhorf nýlegra útskrifaðra ljósmæðra til eðlilegra fæðinga og verndun þeirra á Fæðingarvakt Landspítala: Eigindlega viðtalsrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hugtakið eðlileg fæðing hefur í gegnum tíðina verið skilgreint á ýmsa vegu. Fjallað hefur verið um mikilvægi þess að vernda eðlilegar fæðingar þar sem tíðni inngripa í eðlilegt barneignaferli hefur aukist.
  Tilgangur og markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða skilgreiningar og viðhorf ljósmæðra um eðlilegar fæðingar og hvernig er unnið að verndun þeirra á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Þetta verkefni er hluti af samstarfsverkefni á vegum samstarfsnet ljósmæðraskóla á Norður- og Eystrasaltslöndunum. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða viðhorf ljósmæðra sem luku námi í ljósmóðurfræði fyrir fimm árum eða fyrr, eins að skoða hvernig nám þeirra hefur haft áhrif og nýst til þess.
  Aðferð: Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og byggist á viðtölum við sex nýlega útskrifaðar ljósmæður sem starfa á Fæðingarvakt Landspítalans. Þær voru valdar með tilgangsúrtaki og meðal aldur þeirra var 36 ár. Við gagnasöfnun var notaður hálfstaðlaður viðtalsrammi sem innihélt opnar spurningar. Við úrvinnslu gagna var notast við innihalds-greiningu og viðtölin voru þemagreind.
  Niðurstöður: Við greiningu gagna komu í ljós þrjú yfir þemu með undirþemum. Yfir þemu voru: Hvað er eðlileg fæðing?„ þetta er náttúrulega heimspekileg spurning“, verndun eðlilegra fæðinga „númer eitt, tvö og hundrað yfirseta“ og áhrif umhverfisins: „tiltrú ljósmæðra á eðlilegar fæðingar getur minnkað í áhættu umhverfi“. Ljósmæður voru með fleiri en eina skilgreiningu á eðlilegri fæðingu en efst í huga þeirra var upplifun konunnar. Yfirsetan var grundvöllur þess að vernda eðlilegar fæðingar en það voru ýmsar hindranir í sjúkrahús umhverfinu. Inngrip voru orðin algengur hluti af eðlilegu ferli, álagið mikið og regluverk stýrði starfsemi. Þær töldu nám sitt gagnlegt þegar kom að verdnun eðlilegra fæðinga, en hefðu viljað vera betur undirbúnar fyrir áhættu umhverfið og kölluðu eftir betri stuðning í starfi fyrir nýútskrifaðar ljósmæður.
  Ályktun: Þegar litið er á sum inngrip sem hluta af eðlilegri fæðingu, þá getur því verið áskorun fyrir nýjar ljósmæður í starfi að vernda eðlilegar fæðingar í þverfræðilegu umhverfi á sjúkrahúsi. Það er mikilvægt veita nýjum ljósmæðrum stuðning í starfi til að þær nái að þróa faglega færni út frá ljósmóðurfræðilegri nálgun.
  Lykilorð: Eðlileg fæðing, ljósmóðurfræði, verndun eðlilegra fæðingar, sjúkrahús fæðing.

Samþykkt: 
 • 7.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni - Sunna Líf Guðmundsdóttir. Pdf.pdf916.36 kBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf666.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF