Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44759
Bakgrunnur: Ábótagjafir hraustra nýbura á sjúkrahúsum eru algengar þrátt fyrir að rannsóknir sýni að þær hafi neikvæð áhrif á heilsu nýburans og brjóstagjöf. Ýmsar alþjóðastofnanir mæla með því að nýburinn sé lagður á brjóst innan við klukkustund frá fæðingu og fái eingöngu brjóstamjólk fyrstu sex mánuði ævi sinnar. Nýburi á ekki að þurfa aðra fæðu eða annan vökva fyrstu sex mánuði ævinnar nema ef læknisfræðilegar ástæður eru fyrir hendi samkvæmt faglegum leiðbeiningum
Tilgangur: Að skoða ástæður þess að hraustum nýburum er gefin ábót á fyrstu vikunni eftir fæðingu á sjúkrahúsi, hvaða þættir hafa þar áhrif og hvaða leiðir eru til úrbóta.
Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin fræðileg samantekt. Heimildaleit var gerð í gagnagrunnum PubMed, CINAHL og Scopus. Leit var gerð samkvæmt PICOT að megindlegum rannsóknagreinum á ensku sem birtar voru á árunum 2012−2022 og snéru að ábótagjöfum hraustra nýbura á fyrstu dögum eftir fæðingu á sjúkrahúsi.
Niðurstöður: Alls uppfylltu átta rannsóknir leitarskilyrðin og stóðust gæðamat. Í heild var 16.9−82.5% hraustra nýbura gefin ábót án læknisfræðilegra ástæðna fyrstu vikuna eftir fæðingu á sjúkrahúsi. Algengustu ástæður ábótagjafa voru: upplifun móður um ónóga mjólk, líðan nýbura, þreytt móðir og vandamál tengd brjóstagjöf. Helstu þættir sem höfðu áhrif á ábótagjafir voru: fæðing með keisaraskurði, vandamál tengd brjóstagjöf, að vera frumbyrja, að vera móðir frá Asíu og menntunarstig mæðra. Leiðir til úrbóta eru að auka þarf fræðslu til mæðra og starfsfólks á sængurlegudeildum um brjóstagjöf, ábótagjafir og eðlilegt atferli nýburans fyrstu dagana eftir fæðingu.
Ályktun: Þar sem ábótagjafir hraustra nýbura eru algengar á sjúkrahúsum er mikilvægt að fræða mæður um brjóstagjöf, ábótagjafir og eðlilegt atferli nýburans á fyrstu dögum eftir fæðingu. Jafnframt þarf að fræða starfsfólk og endurskoða verklag á sjúkrahúsum. Auka þarf stuðning við brjóstagjöf hjá hópum þar sem auknar líkur eru á ábótagjöfum.
Lykilorð: Nýburi, brjóstagjöf, ábótagjafir, sjúkrahús, sængurlegudeild
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PDF MS verkefni.pdf | 1.07 MB | Lokaður til...07.06.2025 | Heildartexti | ||
yfirlýsing útfyllt 7.6.23.pdf | 178.5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |