is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10858

Titill: 
  • Mat á erfðastuðlum fyrir flæðihraða mjólkur við mjaltir í íslenska kúastofninum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Markmið þessarar rannsóknar er að komast að hvað flæðihraði mjólkur við mjaltir hjá íslenskum mjólkurkúm er, hver breytileiki mjaltaeiginleikans er, arfgengi hans og athuga hvort hægt er að nota upplýsingar úr mjaltakerfunum sem beinar mælingar inn í kynbótamatið. Erfðafylgni á milli eiginleikanna málnyt,mjaltatími,
    hámarksflæði og meðalflæði er einnig skoðuð.Gagnasöfnun hófst vorið 2005 og henni lauk sumarið 2006. Notuð voru gögn frá 49
    búum með tölvustýrð mjaltakerfi frá framleiðendunum DeLaval® og SAC®. Frá bæjunum var safnað upplýsingum um kýrnúmer, skýrsluhaldsnúmer á bænum, nyt við síðustu mjaltir, hámarkshraða kg/mín, meðalhraða kg/mín, mjaltatíma mín:sek, hvort upplýsingarnar voru frá kvöld- eða morgunmjöltum og svo dagsetningu á mjöltunum. Upplýsingar um burði og ætterni kúnna fengust frá Bændasamtökum Íslands. Í gagnasafni eru 3.630 mælingar frá mjaltabásabæjum, en 111 mælingar voru frá
    kúm með ófullnægjandi ætternisupplýsingar eða burðarupplýsingar, byggist gagnasafnið því á 3.519 mælingum. Sumar kýr eru með tvær og þrjár mælingar, alls eru 2.368 kýr í gagnasafninu. Í því eru 1.307 mælingar fyrsta kálfs kvígna, 938 mælingar frá kúm sem hafa borið tvisvar, 552 frá kúm sem hafa borið þrisvar og 722 sem borið hafa oftar, þar af 7 mælingar frá kúm sem borið hafa níu sinnum. Mesti hámarksflæðihraðinn var 6,8 kg/mín en lægsti var 0,7 kg/mín, meðaltal hámarksflæðis var 2,73 kg/mín og staðalfrávik þess 0,9 kg/mín. Hæsta meðalflæði var 4,9 kg/mín og lægsta var 0,2 kg/mín, meðaltal þessa eiginleika var 1,74 kg/mín
    og staðalfrávikið 0,62 kg/mín. Lengsti mjaltatími var 26 mínútur og 18 sekúndur, sá stysti var 49 sekúndur og að jafnaði voru kýrnar 5 mínútur og 42 sekúndur í mjöltum og staðalfrávikið 2,42 mínútur. Það er því ljóst að breytileiki í mjaltaeiginleikum er
    mjög mikill. Erfðastuðlar voru metnir með aðferð sennilegustu frávika, REML (Restricted Maximum Likelihood), á grunni fjölbreytugreiningar (General Mixed Model) Arfgengi á hámarksflæði reyndist vera 0,44 ±0,06, á meðalflæði var það 0,36 ±0,05 og 0,30 ±0,05 á mjaltatímanum. Erfðafylgni milli meðalflæðis og hámarksflæðis var 0,99 ±0,01. Þrátt fyrir að gögnin væru einungis frá 49 búum töldu dætrahópar undan þeim
    nautum sem voru að koma til afkvæmadóms um þær mundir er gögnum var safnað,á bilinu 10-20 einstaklinga. Það er því ljóst að með því að nota gögn frá öllum búum með tölvustýrð mjaltakerfi er auðvelt að fá viðunandi stærð á dætrahópum, verði tekin ákvörðun um að nota þessi gögn til kynbóta á mjaltaeiginleikum íslensku
    kúnna. Þar er ekki eftir neinu að bíða að koma hámarksflæði inn í
    ræktunarmarkmiðið.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to investigate milk flow during milking of Icelandic cows,the variability of the trait, its heritability and to investigate if it is possible to use information directly from the milking equipment in the breeding work.Sampling of data began in the spring of 2005 and ended in the summer of 2006.
    Data was used from 49 herds with computerized milking systems from DeLaval and SAC. Sampled data included cow number, herd number, yield at last milking, maximum milk flow, average milk flow, duration of milking, if last milking was in the morning or evening and the date of milking. Information on calvings and
    pedigree of cows was gathered from the cattle database of The Farmers Association of Iceland. Data included 3.630 recordings from herds with milking parlours, but 111 recordings were from cows with insufficient information on pedigree or calving. The
    data included therefore 3.519 recordings. Some cows have two recordings, in total are 2.368 cows in the data. Of that are 1.307 records are from cows in first lactation, 938 from cows in second lactation, 552 from cows in third lactation, 722 from cows
    in fourth to ninth lactation, thereof 7 from cows in the ninth lactation. The highest maximum flow was 6,8 kg/min, lowest 0,7 kg/min, the average of maximum flow was 2,73 kg/min and the standard deviation was 0,9 kg/min. The highest average flow was 4,9 kg/min and the lowest 0,2 kg/min, the average was 1,74 min/kg and standard deviation was 0,62 kg/min. The longest milking duration was 26 min and 18 seconds, the shortest duration was 49 sec and on average the duration was 5 min and 42 sec. Its therefore clear that the variation in the milk flow trait is great. Genetic coefficients were estimated with the REML method on the basis of a general mixed model. The heritability of maximum flow was 0,44 ±0,06, on average flow it was 0,36 ±0,05 and on milking duration it was 0,30 ±0,05. The genetic correlation
    between average flow and maximum flow was 0,99 ±0,01. Despite the data was from only 49 herds, the size of daughter groups of bulls in progeny testing at the time of data sampling were surprisingly big, or between 10-20 individuals. It is therefore clear, that by using data from all herds having computerized milking equipment, it is easy to get sufficient size of daughter groups, if it is to be decided to utilize this kind of data in the breeding program. It is therefore suggested that maximum flow will be included in the breeding objective in the near future.

Styrktaraðili: 
  • Framleiðnisjóður landbúnaðarins
    Blikastaðasjóður
    Mjólkursamsalan ehf
    Vélaborg ehf
Samþykkt: 
  • 21.2.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc Elin N.G..pdf679.17 kBOpinnPDFSkoða/Opna