is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44774

Titill: 
  • Áhrif fóðrunar og aðbúnaðar á lifun fleirlembinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Helsta markmið þessa verkefnis er að minnka fósturdauða hjá fleirlembum og kanna hvernig fóðrun og aðbúnaður hafi áhrif á lifun fleirlembinga. Þau gögn sem voru notuð við gerð þessa verkefnis voru erlendar heimildir, þar sem skoðað var hvernig fóðruninni er háttað og hvað talið sé að valdi vanhöldum lamba. Einnig voru sendar spurningar á 18 bændur dreift um landið og skoðað hlutfall lifandi fleirlembinga og hvort samhengi sé á milli fóðrunar og lifunar. Sérstaklega skoðaði ég hvort bændurnir væru að taka fleirlemburnar sér eftir talningu og fóðra þær á annan hátt eða gera betur við þær. Niðurstöður sýndu að 12 bæir fóðra fleirlemburnar sér og eru þeir að meðaltali með 90,5% lifandi fleirlembinga. 8 bæir fóðra fleirlemburnar ekki sér og eru þeir með 92,9% lifandi fleirlembinga að meðaltali. Af þessum 18 bæjum voru 2 sem fóðra hluta til sér og hluta til saman með hinum.
    Að þekkja holdastig ánna getur verið algjört lykilatriði svo hægt sé að fóðra þær sem réttast. Komið hefur í ljós að þær ær sem eru í lélegum holdum eru tengdar við hærri tíðni dauðfæddra lamba og lægri lifunartíðni lamba. Ær sem eru aftur á móti í of miklum holdum geta haft neikvæð áhrif á frjósemina og valdið burðarerfiðleikum á vorin.

Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lokaritgerð_-_Stella_Dröfn.pdf584,54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna