is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44776

Titill: 
  • Samband brjóstmáls og þunga hjá kálfum í uppeldi fyrsta árið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upplýsingar um þunga kálfa frá fæðingu og á meðan uppeldið stendur yfir eru mjög gagnlegar og styðja við góða bústjórn og nákvæmni í rekstri kúabúa. Til þess að geta metið framvindu gripa í uppeldinu þarf að fylgjast með þyngdar aukningu hjá gripunum með vissu millibili til þess að geta gripið inn í ef einhver frávik verða, hvort sem það er í fóðrun eða aðbúnaði. Samkvæmt erlendum rannsóknum hefur gefið góða raun að notast við málband þar sem brjóstmál grips gefur upp áætlaðan lífþunga gripsins.
    Megin markmið þessa verkefnis er að skoða hvort samband sé á milli þunga og brjóstmáls gripa frá fæðingu og út fyrsta árið. Framtíðar markmið er að safna nægilegum gögnum svo hægt verði að búa til málband fyrir bændur sem gefur upp áætlaðan lífþunga út frá brjóstmáli kálfa.
    Mældur var þungi og brjóstmál á 129 gripum af báðum kynjum frá fæðingu og til 14 mánaða aldurs. Naut voru 32 en kvígur 97 og voru kvígur þrettán og fjórtán mánaða hafðar með í mælingum því þær voru ófengnar og með tólf mánaða gömlum kvígum í stíu.
    Út frá Pearson fylgni-prófi reyndist sterk jákvæð fylgni milli þunga og brjóstmáls. Eins var gerð aðhvarfsgreining með línulegu aðhvarfi milli þunga og brjóstmáls, þunga og kyns og þunga og aldurs í dögum. Út frá aðhvarfsgreiningu kom í ljós að brjóstmál skýrir 86% af breytileika í þunga gripa á fyrsta aldursárinu.

Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_-G.Þórdís H_Samband_brjóstmáls_og_þunga_hjá_kálfum_í_uppeldi_fyrsta_árið._.pdf676,25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna