is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12432

Titill: 
  • Nýting búfjáráburðar á sauðfjárbúum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er samin til að lýsa úttekt sem höfundur hennar gerði á nýtingu búfjáráburðar á sauðfjárbúum. Valin voru 50 sauðfjárbú með aðstoð ráðunauta, dreifð um landið. Við val búanna var haft í huga, að mestur hluti tekna þeirra kæmi frá sauðfjárrækt og að búin tækju að fullu þátt í „Gæðastýringu í sauðfjárrækt“. Öll voru þau heimsótt, fjárhús og gæðastýringarbækur skoðaðar, auk þess sem bændur voru spurðir spjörunum úr um hvaðeina sem tengdist búfjárhaldi, ræktun og áburðarnotkun. Þessar upplýsingar, sem þannig var safnað, voru síðan nýttar til að gefa heildarmynd af áburðarnotkun á þessum búum.
    Rannsóknarspurningarnar sem settar voru fram í upphafi voru:
    • Hvernig meta bændur áburðargildi búfjáráburðar í áburðaráætlunum?
    • Á hvaða tíma er búfjáráburðinum dreift og með hvaða tækni?
    • Á hvernig tún eða land er búfjáráburðinum dreift og í hvaða magni?
    Greinargóð svör fengust frá bændum um þessi atriði og er þessum spurningum svarað í ritgerðinni.
    Áburðargildi búfjáráburðarins var metið eftir stöðlum frá Noregi og Danmörku, bæði með því að reikna efnainnihald hans þegar hann fellur frá skepnunum og með því að slá mati á tap áburðarefna við geymslu og dreifingu. Niðurstöður þessara útreikninga voru síðan bornar saman við ráðleggingar íslenskra og norskra ráðunauta. Að auki voru almennar upplýsingar um margt sem snertir búskapinn flokkaðar og settar upp í töflur sem ættu að gefa raunsanna mynd af notkun áburðar á ræktarland þessara búa.

Samþykkt: 
  • 29.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-ritgerð Árni Beinteinn.pdf717.02 kBOpinnPDFSkoða/Opna