is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44787

Titill: 
  • Tíðni og áhættuþættir magasára í íslenskum hrossum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenski hesturinn hefur verið mikilvægur frá landnámi þó hlutverkin hafi breyst mikið. Í dag eru margir hestar á húsi stóran hluta af árinu og eru því teknir úr sínu náttúrulega atferli. Magasár er vel þekktur sjúkdómur í hrossum erlendis en aðeins nýlega hefur það verið kannað hér á landi. Komið hefur í ljós að líklega er það engin undantekning að íslenski hesturinn fái magasár og er tíðni þeirra svipuð og erlendis.
    45 hross voru magaspegluð og skoðuð, upplýsingar um þau skráðar vandlega niður og úr því gagnasafni er þessi rannsókn unnin. Tíðni magasára reyndist vera há, eða 93%. Tíðni magasára í hvíta hluta magans var 42% og í rauða hluta magans 89%. Enginn marktækur munur fannst á milli tíðni magasára og þeirra áhættuþátta sem voru skoðaðir þ.e. kyn, aldur, BCS, fjöldi heygjafa á dag og fjöldi daga í þjálfun á viku.

Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-Bs_ritgerð-GunnhildurBirnaBjörnsdóttir-Hestafræði.pdf687.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna