is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44789

Titill: 
  • Mat á hita- og loftræsikerfum bygginga, með tilliti til lífsferilsgreiningar, orkunýtingar og loftgæða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ein mikilvægustu verkefni nútímasamfélags tengjast umhverfis- og orkumálum. Aukin upp bygging vegna stöðugrar íbúafjölgunar og vaxandi inniveru fólks gerir orkunotkun og koltvísýr ingslosun bygginga að brýnu viðfangsefni. Loftræsing er þar mikilvægur þáttur en meginhlutverk hennar er að tryggja gott inniloft. Ljóst er að slík kerfi hafa talsverð áhrif á orkunotkun og kolefnislosun. Í þessu verkefni er rannsakað hversu mikil koltvísýringslosun verður við fram leiðslu og viðhald hita- og loftræsikerfa í nýlega byggðum raðhúsum við Urriðaholtsstræti 44-47 í Garðabæ, ásamt því að reikna og mæla orkunotkun húsanna og loftgæði í svefnherbergjum. Raðhúsin eru Svansvottuð, en sú vottun gerir kröfu um að húsin séu með vélrænt loftræsikerfi með varmaendurvinnslu þar sem slík kerfi eru orkusparneytin. Raðhúsin við Urriðaholtsstræti 44-47 eru að þessu leyti frábrugðin flestum íbúðabyggingum á Íslandi. Fyrirliggjandi BIM-líkan af húsunum var notað til að gera magnskrá allra íhluta í hita- og loftræiskerfunum. Aflað var nauðsynlegra upplýsinga um þá, eða sambærilega íhluti og sett upp LCA greining þar sem áherslan var lögð á að mæla kolefnisspor. Niðurstöðurnar voru þær að losun koltvísýringsígilda vegna framleiðslu og viðhalds loftræsikerfisins er 32.804 kgCO2eq, sem gerir 12 kgCO2eq/m2 og 0,20 kgCO2eq/m2 á ári. Fyrir hitakerfið fékkst 59.358 kgCO2eq sem gerir 22 kgCO2eq/m2 og 0,37 kgCO2eq/m2 á ári. Mikilvægt er að hugað sé að því hvernig hægt er að byggja orkusparneytnar byggingar, en þar geta tæknikerfin skipt sköpum. Sett voru upp líkön af raðhúsunum í forritunum IDA ICE og Simien og orkunotkun húsanna hermuð, bæði með vélrænni loftræsingu með og án varmaendurvinnslu og náttúrulegri loftræsingu. Fengust þær niðurstöður að samkvæmt IDA ICE getur loftræsikerfi með varmaendurvinnslu borið saman við loftræsikerfi án varmaendurvinnslu sparað 35% - 40% orkunotkunar til upphitunar en samkvæmt Simien er það 49,3% - 52,4%. Samkvæmt IDA ICE getur það sparað 2,0% - 8,5% borið saman við náttúrulega loftræsingu og 14,4% - 15,8% samkvæmt Simien. Sparast þá koltvísýringslosun vegna minni orkunotkunar frá 7% af losun framleiðslu loftræsikerfisins og uppí tæplega fjórfalda þá losun við notkun á loftræsikerfi með varmaendurvinnslu, eftir tilfelli. Gerðar voru mælingar á innilofti í tveimur svefnherbergjum með tilliti til koltvísýrings, hitastigs og rakahlutfalls með vélræna og náttúrulega loftræsingu. Þær niðurstöður gáfu að í báðum tilfellum er hitastig í lagi en að vélræna loftræsikerfið sé nauðsynlegt til að lágmarka koltvísýring í loftinu, þar sem meðaltal hans fer langt yfir kröfur byggingarreglugerðar þegar slökkt er á loftræsingunni.

Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44789


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersverkefni_thorunn_loka.pdf15.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna