is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/448

Titill: 
  • Að byrja í skóla fyrr og nú : fræðilegar upplýsingar um þann mun sem hefur átt sér stað við skólabyrjun sex ára nemenda í Árskóla á Sauðárkróki nú, fyrir 10 árum og fyrir 35 árum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta, sem við völdum til fullnaðar B.ed. prófs okkar frá Kennaraháskóla Íslands, er rannsókn á breytingum þeim er átt hafa sér stað í kennslu og kennsluháttum sex ára barna við Árskóla á Sauðárkróki s.l. 35 ár. Það hafði áhrif á áhuga okkar á þessu rannsóknarefni að við vorum í fyrsta árgangi sem hóf skólagöngu hér á Sauðárkróki sex ára. Þá kallaðist bekkurinn forskóli, en sjö ára nemendur voru í 1. bekk, í þáverandi Barnaskóla Sauðárkróks, sem síðan nefndist Grunnskóli Sauðárkróks, en í dag heitir hann Árskóli. Nú erum við að ljúka kennaranámi og sjáum þann mun sem átt hefur sér stað og finnst okkur nauðsynlegt að miðla þeirri vitneskju og sýna fram á hve þróunin hefur verið ör á þessum tiltölulega stutta tíma. Við vonumst til að þetta verkefni geti orðið til þess að varpa ljósi á breytingar, þróun og þau áhersluatriði sem þurfa að tengjast námi og kennslu sex ára barna.

Samþykkt: 
  • 21.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf429.12 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna