Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44801
Markmið rannsóknarinnar var að fá fram reynslu og upplifun nemenda, foreldra og fagmanna af starfsnámi á starfsbraut fyrir fatlaða nemendur með þroskahömlun í framhaldsskóla með það í huga að skoða hvernig starfsnámið er skipulagt og hvaða þættir styðja við þróun starfsferils nemenda. Rannsóknin er eigindleg þar sem tekin voru viðtöl við níu einstaklinga, tvo brautskráða nemendur af starfsbraut, tvær mæður ungmenna sem höfðu verið á starfsbraut, tvo starfandi kennara á starfsbraut og þrjá náms- og starfsráðgjafa sem störfuðu í framhaldsskólum þar sem voru starfsbrautir. Helstu niðurstöður eru að starfsnámið er nokkuð samfellt og reynt er að miða það að þörfum nemenda, en það takmarkast af tækifærum á vinnumarkaði þar sem viðhorf til starfsnámsins er jákvætt en ekki eru allir vinnustaðir vel í stakk búnir til að taka á móti nemendum. Starfsval nemenda í starfsnáminu er ómarkvisst og ræðst gjarnan af tengslum kennara við atvinnulífið eða samfélagslegum viðhorfum gagnvart fólki með fötlun. Aðkoma foreldra að náminu er lítil sem skapar óvissu hjá þeim um framtíð nemendanna. Nemendur telja sig stundum þurfa meiri aðstoð og stuðning til að vera betur í stakk búnir fyrir almennan vinnumarkað. Aðkoma náms- og starfsráðgjafa er tilviljanakennd og þeir forðast frekar að taka þátt. Almennt er viðhorf samfélagsins jákvætt í garð starfsnáms fatlaðra og starfsnámið er mikilvægur undirbúningur fyrir atvinnulífið að allra mati en hefur ekki afgerandi áhrif á þróun starfsferils nemenda. Niðurstöðurnar geta gagnast við að móta og þróa starfsnámshluta náms á starfsbrautum og gefa tilefni til að endurskoða þátt náms- og starfsráðgjafar við fatlaða nemendur á starfsbraut í framhaldsskólum.
The aim of the study was to explore the experiences and views of, disabled students with intellectual disabilities, parents, and professionals involved in special needs education programs in upper secondary schools. The study focused on the organization of the work placement experience part and its influence on students’ career development. A qualitative approach was applied and two former students, as many parents and teachers along with three career counselors from a total of two schools offering special needs programs were interviewed. The results show that the work experiment placements are continuous through their studies and their needs are considered but circumscribed by the capability of the workplaces in the local community. Nevertheless, the labor market and school community in general are benevolent regarding the students. The student selection of workplaces is based more on teachers’ networks and workplace attitudes than carefully planned. Parents are informed but not actively involved and experience uncertainty about their child´s future. The students feel they need more support at work and better preparation. Career counsellors are hardly involved at all with providing career support in general or specifically in relation to work experience placement for the special education program students. Work placements are considered important for all involved and usually involve positive experiences and prepare the students for working life but provide uncertain results and are not organized in a way that enhances the career development of students. The results can inform the school community and labor market in the enhancement of the work placement experiences. Increased involvement of career guidance counselors is specifically recommended.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA_lokaeintak.pdf | 986,33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 64,55 kB | Lokaður | Yfirlýsing |