en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44802

Title: 
  • Title is in Icelandic Eldri mæður og útkomur nýbura á Íslandi á 10 ára tímabili. Lýðgrunduð gagnagrunnsrannsókn á gögnum úr fæðingaskrá
Degree: 
  • Master's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Bakgrunnur: Konur eignast nú börn seinna á lífsleiðinni en áður. Þrátt fyrir að það gangi yfirleitt vel hafa rannsóknir sýnt að hækkandi aldur móður geti verið áhættuþáttur fyrir ýmsum meðgöngutengdum vandamálum og geti haft áhrif á heilsu nýburans. Rannsóknarniðurstöðum ber þó ekki saman um hvaða útkomuþættir nýburans aldur móður hefur sérstaklega áhrif á og við hvaða aldur móður skal miða.
    Tilgangur: Að lýsa útkomum nýbura á Íslandi eftir aldri móður.
    Aðferðir: Rannsóknin var afturvirk, lýðgrunduð gagnagrunnsrannsókn. Unnið var með gögn úr fæðingaskrá Íslands yfir tíu ára tímabil (2009–2018) en úrtakið samanstóð af 44.019 fæðingum. Útkomubreytan góð útkoma nýbura var skilgreind sem: Lifandi fæddur nýburi eftir 37 vikna meðgöngu, fæðingarþyngd ≥ 2500g, apgar skor ≥7 eftir fimm mínútur og ekki innlögn á vökudeild. Fyrst var fjölda og hlutfalli fæðinga á hverju aldursbili móður (≤19, 20−24, 25−29, 30−34, 35−39, 40−44, ≥45 ára) lýst, svo var fjölda og hlutfalli góðrar útkomu lýst og lagskipt eftir aldri móður. Kí–kvaðrat próf var notað til að meta hvort að munur væri á útkomu nýbura eftir aldri móður. Miðað var við p-gildið p < 0,05.
    Niðurstöður: Heilt yfir var útkoma nýbura góð á öllum aldursbilum en með hækkandi aldri móður voru þó auknar líkur á slakari útkomu nýbura. Konur í aldurshópnum 45 ára og eldri voru með lægsta hlutfall góðrar útkomu nýbura (75,7%) en mæður á aldrinum 30–39 ára voru með hæsta hlutfall góðrar útkomu nýbura (87,7%).
    Ályktanir: Almennt er útkoma nýbura á Íslandi góð, sér í lagi hjá mæðrum allt að 40 ára. Gera má ráð fyrir að skimun í mæðravernd og inngrip í fæðingu skili sér í þessum niðurstöðum. Niðurstöður þessar nýtast ljósmæðrum til áframhaldandi fræðslu og stuðnings í meðgöngu vernd og fæðingarhjálp.
    Lykilorð: Hár aldur móður, útkoma nýbura, ljósmóðurfræði.

Accepted: 
  • Jun 7, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44802


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni MS - Hugrún.pdf1.12 MBLocked Until...2025/07/01Complete TextPDF
Skemman_230606_144313.pdf8.45 MBLockedDeclaration of AccessPDF