Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44806
Á undanförnum árum hafa áhrif loftslagsbreytinga verið ofarlega í umræðinni. Sjávarflóð eru ein alvarleg afleiðing loftslagsbreytinga og hafa þau aukist og munu halda áfram að aukast enn fremur með aukinni hækkun sjávarborðs. Sjóvarnir eru svarið við sjávarflóðum og eru þær mikilvægar fyrir svæði þar sem að byggð er nálægt sjó. Til eru mismunandi tegundir sjóvarna og hafa þær mismunandi virkni og áhrif á umhverfið. Markmið þessa verkefnis er að skoða mismunandi tegundir sjóvarna, hvernig þær haga sér og hverjar þeirra eru algengastar á Íslandi. Skoða hvernig loftslagsbreytingar hafa haft áhrif á aukningu og ákefð sjávarflóða,
fjalla um sjávarflóð almennt og einnig skoða sjávarflóð á Íslandi. Skoðað verður sjóvarnir á Álftanesi, bæði þær sjóvarnir sem eru til staðar í dag og hvernig sjóvarnir hafa þróast með tímanum á svæðinu en einnig verður skoðað hvernig sjávarflóðahætta er innleidd í skipulagið.
Ásamt því verða skoðuð tvö erlend dæmi. Flóðavarnir í Danmörku og Lower Manhattan Coastal Resiliency, sem hvoru tveggja eru lausnir gjörólíkar þeim sem finnast hér á landi. Og að lokum bera þessar lausnir saman og sett upp grófa tillögu að lausnum á Álftanesi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS.loka Íris Anna Steinsdóttir.pdf | 31,78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |