is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44810

Titill: 
  • Innleiðing blágrænna ofanvatnslausna í nýrri íbúðabyggð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar og minni líffræðilegur fjölbreytileiki er vandi sem
    allur heimurinn stendur frammi fyrir. Hlýnun jarðar, náttúruhamfarir
    og flóð innan þéttbýlis eru dæmi um áskoranir sem aukist hafa
    verulega á undanförnum árum. Náttúrumiðaðar lausnir eru ein leið til
    að takast á við þessi vandamál. Þær eru aðgerðir sem vernda, stjórna
    og endurheimta náttúruleg og breytt vistkerfi á sjálfbæran hátt.
    Ávinningurinn er margvíslegur og á ekki aðeins við um líffræðilegan
    fjölbreytileika og loftslagsmál, heldur styrkja náttúrumiðaðar lausnir
    efnahags- og heilbrigðismál og stuðla að velferð manna.
    Ein gerð af náttúrumiðuðum lausnum eru blágrænar ofanvatnslausnir.
    Þær takast á við áskoranir sem snúa að ofanvatni (regnvatni)
    innan þéttbýlis. Þétting byggðar hefur leitt til þess að meira er um
    ógegndræp yfirborð sem geta valdið ofanflóðum og ofsaálagi á
    fráveitukerfi. Blágrænar ofanvatnslausnir meðhöndla ofanvatn á
    náttúrulegan hátt og geta dregið úr álagi á fráveitukerfum, stuðlað að
    lýðheilsu íbúa og aukið líffræðilegan fjölbreytileika. Um allan heim
    hefur innleiðing blágrænna ofanvatnslausna farið vaxandi og
    árangurinn verið góður. Þær hafa verið innleiddar í örfáum bæjum á
    Íslandi en aukning á þeim er nauðsynleg þar sem stefna um að þétta
    byggð er allsráðandi.
    Í þessu verkefni er fjallað um náttúrumiðaðar- og blágrænar
    lausnir, skoðuð eru erlend fordæmi og hvernig best er að innleiða
    blágrænar ofanvatnslausnir í nýrri íbúðabyggð. Gerð er greining á
    Skógarhverfi á Akranesi, sem er athugunarsvæði þessa verkefnis, til
    að koma auga á sérkenni svæðisins og í kjölfarið eru hönnunarforsendur
    lagðar fram. Hönnunartillaga að innleiðingu blágrænna
    ofanvatnslausna í hverfinu er sett fram myndrænan hátt, með farsæla
    innleiðingu að markmiði. Niðurstöður verkefnisins sýna hvernig hægt
    er að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir í Skógarhverfi og í leiðinni
    hvernig þær geta aukið gæði umhverfisins, aukið líffræðilegan
    fjölbreytileika, stuðlað að bættri lýðheilsu íbúa og dregið úr álagi á
    fráveitukerfi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_-_Anna_Berta_Heimisdóttir.pdf79,22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna