is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44811

Titill: 
  • Innleiðing gatna sem stuðla að mannlífi í rótgórinni byggð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • gegnum mannkynsöguna hafa götur sinnt mikilvægu hlutverki sem samkomustaðir fyrir fólk. Þar hittist fólk er það sinnti ýmsum erindum og ræddi um daginn og veginn. Eftir að einkabíllinn varð aðalsamgöngumáti fólks og götur voru hannaðar með bílinn í forgangi, hættu götur að geta sinnt þessu hlutverki. Gangandi vegfarendur færðust upp á gangstéttir í jaðri gatna, því varð það að ganga óaðlaðandi og möguleikar fólks að eiga samskipti við annað fólk minnkuðu. Þetta hefur orðið til þess að mannlíf við götur er nánast ekki til staðar lengur.
    Í þessu verkefni verður fjallað um hugmyndafræði sem nýtt er erlendis við að stuðla að mannlífi og samskiptum, auk þess að skoða hönnunarleiðbeiningar sem hafa verið þróaðar hérlendis. Skoðað var hvernig form, áferð, litir og gróður er notaður, hvort eitthvað sameiginlegt sé með þeim og hvað væri hægt að nota hérlendis eða aðlaga að Íslenskum aðstæðum ef þörf er á. Sérstök áhersla var lögð á svokallaðar aðalgötur þ.e. götur í bæjum á Íslandi þar sem flest verslun og þjónusta stendur við og hvernig mætti breyta þeim svo þær geti aftur sinnt sínu hlutverki sem samkomustaður.
    500 metra hluti af Austurvegi á Selfossi, frá hringtorginu við brúnna í vestur að Reynivöllum í austur, var tekinn fyrir sem dæmi um slíkar götur. Svæðið var greint og unnin hönnunartillaga fyrir svæðið með það að markmiði að stuðla að mannlífi, þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur verða settir í forgang yfir einkabílinn og gera þannig götuna aðlaðandi fyrir fólk að dvelja við.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 7.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Arnar_Freyr_final.pdf14,11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna