is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44813

Titill: 
 • Tengsl áfallastreitueinkenna í kjölfar fæðingar við tengsl móður við ungbarn: Lýsandi þversniðsrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að áfallastreitueinkenni í kjölfar fæðingar geta haft neikvæð áhrif á tengsl móður við ungbarn. Tengsl áfallastreitueinkenna við tengsl móður við ungbarn hafa ekki verið skoðuð áður í íslenskum aðstæðum og er rannsóknin því sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
  Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl áfallastreitueinkenna í kjölfar fæðingar við tengsl móður við ungbarn 6-12 vikum eftir fæðingu.
  Aðferð: Unnið var með gögn úr alþjóðlegri þversniðsrannsókn. Úrtakið innihélt 597 konur og var gögnum safnað á Íslandi frá febrúar til júlí 2022. Skýribreytan í rannsókninni var áfallastreitueinkenni í kjölfar fæðingar og var hún mæld með City Birth Trauma Scale (CBTS) mælitækinu. Útkomubreytan var tengsl móður við ungbarn og var hún metin með Postpartum Bonding Questionnaire (PBQ) mælitækinu. Bakgrunnsbreytur sem voru skoðaðar voru aldur, bæri, fæðingarmáti, menntunarstig, hjúskaparstaða og þunglyndiseinkenni. Notast var við línulega aðhvarfsgreiningu til þess að athuga hvort marktæk tengsl væru á milli skýri- og útkomubreytu. Línuleg aðhvarfsgreining var einnig notuð til að leiðrétta tengslin fyrir bakgrunnsbreytum.
  Niðurstöður: Af þátttakendum voru 5,5% þeirra sem skoruðu yfir viðmiðunargildi stigagjafar á CBTS skimunarlista og 1,5% skoruðu yfir viðmiðunargildi stigagjafar á PBQ skimunarlista. Marktæk tengsl reyndust vera á milli heildarskors á CBTS skimunarlista (skýribreyta) og heildarskors á PBQ skimunarlista (útkomubreyta). Tengslin voru enn marktæk þegar búið var að stýra fyrir bakgrunnsbreytunum bæri, aldri, fæðingarmáta, menntun, hjúskaparstöðu og þunglyndiseinkennum. Bæri, menntun og þunglyndiseinkenni höfðu einnig marktæk tengsl við heildarskor á PBQ skimunarlista.
  Ályktanir: Áfalllastreitueinkenni í kjölfar fæðingar virðast hafa neikvæð áhrif á tengsl móður við ungbarn. Frumbyrjur og mæður sem glíma við þunglyndiseinkenni eru líklegri til að upplifa röskun á tengslum við ungbarn sitt samanborið við fjölbyrjur og mæður án þunglyndiseinkenna.
  Lykilorð: Áfall í fæðingu, áfallastreitueinkenni í kjölfar fæðingar, áfallastreituröskun í kjölfar fæðingar, tengsl, tengslamyndun, ljósmóðurfræði.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands
Samþykkt: 
 • 8.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Anna, lokaritgerð.pdf1.41 MBLokaður til...02.06.2025HeildartextiPDF
Guðrún Anna , yfirlýsing.pdf137.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF