is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44817

Titill: 
  • Áhrif Jóns H. Björnssonar á landslagsarkitektúr á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með verkefninu verður varpað ljósi á námsferil, afköst, hugsmíði og lífshlaup Jóns H. Björnssonar, fyrsta faglærða landslagsarkitekts Íslands. Hann var frumkvöðull á mörgum sviðum í garðrækt og starfaði sem slíkur í yfir fimmtíu ár.
    Jón byrjaði að starfa sem landslagsarkitekt árið 1953 en það ár flutti hann aftur heim til Íslands eftir að hafa stundað nám í New York.
    Á þessum tíma voru Íslendingar á eftir í hugmyndasmíði og framkvæmdum varðandi skipulag og hönnun garða en garðplöntuval var af skornum skammti ef miða á gróðurval við önnur lönd.
    Með því hugarafli sem einkenndi Jón lagði hann í för til Alaska árið 1952 með það að markmiði að safna fræjum og græðlingum sem hann síðar gerði heimildarmynd um. Hugmyndin kviknaði þegar Jón var í námi og ferðin var stór hluti af því sem hann átti eftir að afreka seinna meir.
    Jón stofnaði gróðrarstöðina Alaska, sem var umfangsmesta gróðrarstöðin á landinu um áratuga skeið. Megin markmið hans með stofnun gróðrarstöðvarinnar var að auka fjölbreytni í gróðurnotkun hér á landi. Því miður var Jón óheppinn því að eftir páskahretið í apríl árið 1963 varð Jón fyrir miklu fjárhagslegu tjóni þegar megnið af gróðri sem hann átti í uppeldi í gróðrarstöðinni frusu og urðu einskis nýtar. Hann leigði þá frá sér gróðrarstöðina, snéri sér að framhaldsskólakennslu og aflaði sér kennsluréttinda. Fjallað verður um garða sem Jón hannaði, tillaga að nýsköpun varðandi endurgerð Hallargarðsins að sínum upprunalega stíl sem og hönnunartillögu þar sem dregin eru fram einkenni Jóns í hönnun.

Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44817


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Ritgerð-Jón_H_Björnsson-LOKASKIL.pdf4,71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna