Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44824
Studies have shown that bright light therapy (BLT) can improve adolescent’s sleep and mental health. However, previous studies have mostly been undertaken among participants experiencing sleep problems. Therefore, the aim of the current study was to examine the effects of BLT, using ambient light, on sleep and well-being among healthy adolescents. Participants were 16 years old, 193 first-year students in one upper-secondary school in Reykjavík (60% female and 40% male). Participants were assigned into classrooms with three different lighting: bright white light, dim white light and standard, control light (fluorescent lamp). During the research period participants answered questionnaires regarding sleep: Pittsburgh Sleep Quality Index, daytime napping: Napping Behaviour Questionnaire well-being: The Short Warwick-Edinburgh Mental Well-being Scale and depression: Depression Anxiety Stress Scale at three timepoints: baseline, follow up one and follow up two. These first preliminary results showed that there was not a significant difference between the three kinds of lighting regarding sleep, well-being, or depressive symptoms. Additionally, the lighting did not seem to influence daytime napping among adolescents. However, these findings should be analysed further, for example, by examine other influencing factors as well as looking into alternative ways to treat the missing data.
Keywords: Bright light therapy, sleep, mental health, depression, well-being, adolescents
Rannsóknir hafa sýnt að ljósameðferð geti bætt svefn og andlega líðan unglinga. Hins vegar hafa fyrri rannsóknir að mestu verið gerðar meðal þeirra þátttakenda sem glíma við svefnvandamál. Markmið þessarar rannsóknar var þess vegna að kanna áhrif ljósameðferðar með innbyggðri loftlýsingu, á svefn og vellíðan heilbrigðra unglinga. Þátttakendur voru 16 ára, samtals 193 í fyrsta bekk í einum framhaldsskóla í Reykjavík (60% kvenkyns, 40% karlkyns). Þátttakendum var skipt í bekki með þrenns konar mismunandi ljósastyrkleika: Bjartari og kaldari lýsing, dimmari og heitari lýsing og hefðbundin, óbreytt lýsing (flúorlampar). Á meðan á rannsóknartímabilinu stóð svöruðu þátttakendur spurningalistum um svefn: Pittsburgh Sleep Quality Index, daglúra: Napping Behaviour Questionnaire, vellíðan: The Short Warwick-Edinburgh Mental Well-being Scale og þunglyndi: Depression Anxiety Stress Scale á þremur tímapunktum: grunnskeið, mæling eitt og mæling tvö. Fyrstu bráðabirgða niðurstöður sýndu að ekki var marktækur munur á mismunandi tegundum lýsingar hvað varðar svefn, vellíðan eða þunglyndiseinkenni. Að auki virtist ljósameðferð ekki hafa haft áhrif á daglúra meðal unglinga. Hins vegar ætti að greina þessar niðurstöður frekar, til dæmis með því að skoða aðra áhrifaþætti auk þess að skoða meðhöndlun gagnanna þar sem tekið er tillit til brotfalls.
Lykilorð: Ljósameðferð, svefn, andleg líðan, þunglyndi, vellíðan, unglingar
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
mastersritgerd-lokaskjal-lara-lokayfirferd.pdf | 1,14 MB | Lokaður til...01.06.2026 | Heildartexti | ||
Lára Margrét Beiðni um lokun.pdf | 817,52 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |