is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22094

Titill: 
  • Úr sementstétt í skapandi stétt. Akranes á tímum sköpunar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur og breyttar aðgerðir. Með auknu vægi skapandi starfsemi í nútíma hagkerfi er litið til vaxtarmöguleika Akraness, sem stendur frammi fyrir þéttbýlisendurnýjun með endurbótum á gömlu stóru iðnaðarsvæði í hjarta bæjarins. Framundan eru spennandi tímar hjá iðnaðarbænum Akranesi, sem liggur í útjaðri stórhöfuðborgarsvæðisins og hefur gengið í gegnum nokkrar sviptingar í atvinnulífinu. Hverjir eru möguleikar Akraness á tímum sköpunar?
    Velt er upp framtíðarmöguleikum Akraness í von um að efla bjartsýni og styrkja sjálfsmynd íbúa, og þar með framgangi atvinnu- og menningarlífs og samfélagsins í heild. Vonast er til að verkefnið hafi breiðari skírskotun til annarra sveitarfélaga, geti gefið þeim innblástur og veitt breiðari sýn og styrkt heildræna nálgun til skipulagsvinnu.
    Með því að sameina eigindlegar og megindlegar aðferðir við skipulagsfræði félags-, og efnahagsmál og skoða samband skapandi starfsemi, staðsetningar og vaxtarmöguleika, þá er niðurstaða rannsóknarinnar að skapandi starfsemi þrífst á Akranesi, en betur má ef duga skal. Hægt er að auka vaxtarmöguleika Akraness með því byggja upp innviði sem styðja við skapandi starfsemi og skapa félagslegar og efnahagslegar aðstæður fyrir skapandi fólk til að starfa í. Mikil sóknarfæri felast í nálægðinni við Reykjavík og góðu framboði af húsnæði á Akranesi, sem er ódýrara en á höfuðborgarsvæðinu. Endurbætur á gömlu iðnaðarsvæði geta gengt veigamiklu hlutverki í þéttbýlisendurnýjun Akraness. Þar mætti veita skapandi starfsemi aðstöðu og skapa fjölbreytt og lifandi athafnasvæði með góðum tengingum við nærumhverfið.

  • Útdráttur er á ensku

    „The Times They Are A-Changin,“ said the poet to the world. With different times comes different atmosphere and subsequently the need for new measures. The 21st century most certainly marks the dawn of the so-called creative age, where economical changes mean that creativity has become the new „it“ of world economy.
    The town of Akranes is an excellent example of a town immersed in „indust-reality“, a town facing urban renewal with industrial renovation. Akranes lies in the outskirts of a metropolitan area, in West Iceland, and has undergone several fluctuations in labour life economy over the years. The potential growth of Akranes will be observed in light of increased role of creative activities in modern economy. What potential does Akranes have in the creative age?
    Future possibilities and opportunities of Akranes will be examined in hope of both promoting optimism and strengthening the residents identity, and therefore the progress of economy, culture and society. It is the authors‘ hope that this project and its conclusions will have a broader appeal to other municipalities, inspire and provide a different perspective and new approach to urban planning.
    By combining qualitative and quantitative methods with social science, economics and urban planning, and looking into the relation between creative activity, urban growth and location, it will be concluded that creative activity thrives in Akranes, although a lot more must be done. Akranes‘ potential growth may be increased both by creating social and economic conditions for people to work in and by building an infrastructure to support creative activities. The presence of the capital city of Reykjavík, gives Akranes a lot of opportunities. In addition there is a good supply of housing in Akranes, which is cheaper than in the capital. All in all, I will demonstrate how the industrial area of the town can serve as an important role in urban renewal, where diverse and vibrant conditions can be created for facilities with creative activities and good connections with the surrounding area, as well as an improved public transportation to the metropolitan center.

Samþykkt: 
  • 18.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Sindri Birgisson_lok.pdf1.36 MBOpinnPDFSkoða/Opna