is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23340

Titill: 
  • Garður er granna sættir. Hönnun og útfærsla girðinga til skjóls og afmörkunar á einkalóðum í Reykjavík frá aldamótum 1900
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir að Reykjavík sé tiltölulega ung borg hefur hún breyst mikið frá því að hún hlaut kaupstaðaréttindi árið 1786. Á þessum tíma hefur þjóðfélagið jafnframt tekið miklum breytingum. Þessar breytingar endurspeglast meðal annars í eignarhaldi lands og afmörkun þess. Áhugavert er að skoða samhengi þjóðfélagsbreytinga og þróun girðinga en þróun lóðaafmarkana í Reykjavík hefur lítið sem ekkert verið rannsökuð.
    Helstu markmið þessarar rannsóknar eru að skoða þróun girðinga á lóðamörkum í Reykjavík með áherslu á árabilið 1900 til 1970. Lagt er mat á hvaða ástæður geta legið að baki þeim breytingum sem dregnar eru fram.
    Efnið er rakið í sögulegu samhengi og tekin lýsandi dæmi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að Reykjavík hefur breyst úr því að vera sveitaþorp þar sem haldnar voru skepnur í það að vera skipulögð borg á því tímabili sem rannsóknin náði til. Ástand heimsmála hefur haft áhrif á þá þróun sem varð í lóðaafmörkunum. Í upphafi þess tímabils sem var skoðað var efniviðurinn sóttur í næsta nágrenni en með aukinni kaupmennsku jókst efnisvalið. Á fyrri hluta 20. aldar voru timbur- og bárujárnsgirðingar algeng sjón og eftir miðja öldina voru steyptar girðingar teknar að rísa í ríkum mæli. Með tilkomu fyrirtækisins Mosaik, sem var í eigu ítalskra mótasmiða sem fluttust hingað frá Torino, urðu mynstursteyptar girðingar algeng sjón í Reykjavík og mynda sterkan heildarsvip víðsvegar í borginni. Undir lok þess tímabilsins sem rannsóknin nær til eru girðingar notaðar í minni mæli á lóðamörkum og gróður tekinn við.

Samþykkt: 
  • 16.12.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnar_Björgvinsson_Lokaútgáfa_small.pdf5.9 MBOpinnPDFSkoða/Opna