Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44830
Í þessu verkefni er skoðaður möguleiki lítilla byggðakjarna á Íslandi til sjálfbærni. Með hugtakinu sjálfbært samfélag er hér átt við sjálfbært staðbundið samfélag sem einnig má nota orðið þorp, hverfi eða byggðakjarni yfir og er það gert jöfnum höndum í þessari ritgerð eftir því sem best þykir eiga við. Farið er yfir hvað sjálfbærni er, hvers vegna sjálfbærni ætti að vera markmið hjá okkur öllum og hvað er hægt að gera til að stuðla að meiri sjálfbærni. Skoðuð eru þorp og byggðakjarnar í dreifbýli á Íslandi, hvar þeir eru staðsettir á landinu og hvers vegna byggðust þessir byggðarkjarnar upp þar sem þeir eru. Farið er yfir nokkur samanburðarþorp þar sem leitast hefur verið eftir því að þróast í átt til sjálfbærni eða það var byggt upp frá grunni á þeim gildum. Megin verkefni þessarar ritgerðar er að greina hvað lítil samfélög á Íslandi geta gert til að stuðla að meiri sjálfbærni. Í lokin er byggðakjarninn Kleppjárnsreykir í Borgarfirði tekinn til skoðunar og sýnt hönnunardæmi um hvernig lítið þorp eins og Kleppjárnsreykir getur orðið meira sjálfbært en það er í dag.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BS-ritgerð-Sjálfbær-þróun-í-litlum-samfélögumMHG.pdf | 1,9 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |