Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44834
Í vaxandi borg kasta hærri byggingar af sér lengri skuggum og það er staðreynd að samhliða þéttingu byggðar fara stærri svæði af borgarlandslaginu undir skugga. Hvað þýðir það fyrir virkni útirýma við íslenskar aðstæður með tilliti til mannlífs, lýðheilsu og gróðurs? Rannsóknir sýna að dagsljós hafi mikil áhrif á vellíðan og mannlíf í borg, því er nauðsynlegt að leggja áherslu á dagsljós við mótun umhverfisins og hönnun göturýma. Borgir heimshorna á milli hafa sífellt svipaðri byggingarstíl og skipulag en aðstæður við miðbaug og á norðurhveli jarðar eru um margt ólíkar, hvaða aðstæður erum við að skapa í borgarlandslaginu með því að yfirfæra þyrpingu háhýsa á 64°N?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dagsljós í stækkandi borgarlandslagi á 64N_LOKASKIL_vol.MAX_JónaG.Kristins.pdf | 7,14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |