Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44838
Erfiðir staðir – Andi Flateyrar. Hönnun á minningasvæði
Hver staður er einstakur og hefur sína sál eða anda sem greinir hann frá öðrum. Hugtakið staðarandi eða Genius loci er notað yfir þau sérkenni
sem einkenna hvern stað, aðgreinir hann frá öðrum og vísar til þeirra tilfinninga eða áhrifa sem fólk upplifir á staðnum. Með verkefninu verður varpað ljósi á hvað ber að hafa í huga við hönnun opinna svæða í samfélagi sem hefur þurft að upplifa mannskæðar náttúruhamfarir. Flateyri er þar tekin fyrir sem dæmi og unnin hönnunartillaga með það markmið að útfæra jákvæð svæði á erfiðum stað sem varðveitir minningar svæðisins.
Í verkefninu er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
Hvernig er hægt að útfæra jákvæð svæði á erfiðum stað?
Hvernig getur hönnun opins svæðis dregið fram jákvæða upplifun og varðveitt minningar á uppbyggilegan hátt á erfiðum stað?
Niðurstöður rannsóknaspurningana sýndu fram á að skapa þurfi aðlaðandi bæjarrými sem hvetja gesti til þess að staldra við og njóta umhverfisins.
Sé unnið að hönnun með byggðarsögu og minningar staðarins til hliðsjónar er hægt að stuðla að jákvæðri og áhugaverðri upplifun fyrir íbúa og
ferðamenn svæðisins.
| Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
|---|---|---|---|---|---|
| Erfiðir Staðir - Andi Flateyrar Þorkatla Inga_samsett 060623.pdf | 60,29 MB | Open | Complete Text | View/Open |