is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44841

Titill: 
  • Göngugötur í miðborg Reykjavíkur. Áhrif þeirra og framþróun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilvist göngugatna á Íslandi hefur verið töluvert deilumál í stjórnmálum og á götum borgarinnar í 50 ár eða síðan Austurstræti var fyrst gert að göngugötu árið 1973. Ásökuðu kaupmenn stjórnvöld þá um skort á samráði og útrýmingu verslunariðnaðar í miðborg Reykjavíkur. Nú til dags hefur umræðan lítið breyst og velta má fyrir sér hvort einhver þróun hafi átt sér stað eða hvort hún snúist einungis í hringi. Þrátt fyrir yfirlýsingar rekstraraðila og annarra mótmælenda göngugatna um skaðleg áhrif þeirra, þá hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins verið mjög jákvæðir gagnvart tilvist þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að göngugötur geta bætt andlega og líkamlega heilsu, minnkað mengun, hvatt til félagslegra samskipta, aukið öryggi og styrkt verslunarrekstur. Megin markmið þessa verkefnis er því að ákvarða hverjar eru helstu hindranir áframhaldandi þróunar göngugatna, auk þess að meta gönguvænleika göngugatna í miðborg Reykjavíkur og aðgengi ólíkra hópa.
    Niðurstöður undirstrikuðu að aðlaðandi göturými sem stuðla að sálfræðilegri endurheimt eru mikilvæg, eigi göturnar að teljast gönguvænlegt umhverfi. Því miður er núverandi göngugötusvæði Reykjavíkur mjög ábótavant, en verkefni er í gangi sem stefnir að endurgerð sumra göngugatna og eru vonir bundnar við að það muni auka gönguvænleika þeirra. Þá telur rannsakandi að helstu orsakir tafa í áframhaldandi þróun göngugatna og auknum gönguvænleika miðborgarinnar sé langdregið ósætti milli talsmanna göngugatna og rekstraraðila miðborgarinnar og annarra hagsmunaaðila sem veldur miklum töfum í framgangi göngugötumála. Auk þess hefur mjög ábótavant aðgengi aldraðra og hreyfihamlaðra að miðborginni haft mikil áhrif, en þeir telja margir að miðborgin sé ekki lengur fyrir sig. Telur rannsakandi því brýnt að bæta aðgengi allra hópa samfélagsins svo hægt sé að stuðla að jákvæðara og fjölbreyttara mannlífi á göngugötum miðborgarinnar.

Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jens_Robertsson_-_Göngugötur_í_miðborg_Reykjavíkur_web_version_.pdf6.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna