is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44843

Titill: 
 • Sjávararkitektúr. Sjóbað, hönnunartillaga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hraði í nútíma samfélagi og auknar kröfur til einstaklinga er í sífellu að aukast. Það er orðið í eðli okkar að vera stanslaust á verði, tilbúin að takast á við stressið og streituna eins og eðlilegum hlut. Þörfin fyrir að jarðtengja sig, hljóta sálfræðilegrar endurheimtur, betri líðan og heilsu hefur aldrei verið meiri og ákall eftir fleiri áningastöðum því sviði.
  Það er okkur mikilvægt að geta notið náttúrunnar, á nálægum slóðum. Upplifað kyrrðina, rónna og njóta þess sem umhverfið okkar hefur upp á að bjóða. Af þeim sökum er það mikilvægara fyrir okkur að geta núllstillt okkur og fundið innra jafnvægi.
  Markmið þessa lokaverkefnis til BS. -prófs í Landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla íslands er að varpa ljósi á sjóböð og sjósund. Það er forvitanlegt að vita hver munurinn er þar á og hvernig hægt sé að nýta sér þessa afþreyingu sér til heilsubóta. Ávinningur þess að stunda heilsueflandi afþreyingu (e. wellnes revolution) er mikill og hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin ár.
  Það er stórfenglegt, merkilegt og kraftmikið að tengjast náttúrunni og fá tilfinningu fyrir kröftum hennar. Á landi eins og okkar, landi elds og ísa eru óteljandi tækifæri. Þar sem Ísland er lítil eyja norðanmegin á Atlantshafi eru tækifærin mikil, aðgengi að jarðvarma er mikill, stuttar vegalengdir eru á milli svæða, og ætti því að vera hægt að byggja upp eintaka áningastaði með tengingu og virðingu við náttúruna.

Samþykkt: 
 • 8.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KaritasOttesen-BSverkefni2023.pdf17.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna