is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44845

Titill: 
 • Þyrluskíðun: Áhrif á umhverfi, efnahag og samfélag í Fjallabyggð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Innan ævintýraferðamennskunnar er þyrluskíðamennska sú grein sem er með hraðasta vöxtinn og stækkar greinin á hverju ári. Tröllaskaginn hefur komist á heimskortið yfir eftirsótta staði til þess að stunda þyrluskíðun og hefur Fjallabyggð að geyma eftirsótta fjallgarða sem að þyrluskíðafólkið sækist oft í. Þar sem að atvinnugreinin er sífellt að stækka er tímabært að kanna þau áhrif sem fylgja henni. Með eigindlegum rannsóknum voru könnuð umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg áhrif þyrluskíðamennskunnar á Fjallabyggð. Rannsóknin byggir á viðtölum við rekstraraðila og aðra aðila sem verða fyrir áhrifum af atvinnugreininni.
  Niðurstöður benda til þess að þyrluskíðun hafi fært samfélaginu bæði ávinning og áskoranir. Það jákvæða er að hún skapar atvinnutækifæri, eykur tekjur fyrir önnur þjónustufyrirtæki og aukið orðspor samfélagsins sem áfangastað fyrir ævintýraferðamennsku. Það neikvæða er að þyrluskíðamennska veldur hávaðamengun, loftmengun og árekstrum við aðra sem að nýta sér fjöllin og náttúruna.
  Í ljósi þessara niðurstaðna er bent á nokkrar tillögur til að bæta sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð þyrluskíðagreinarinnar, svo sem að taka upp umhverfisstefnu, styðja við verkefni í samfélaginu og hafa frumkvæði og koma af stað vettvangi til reglubundinna samskipta.
  Þyrluskíðamennska getur þó verið dýrmæt atvinnustarfsemi fyrir lítil samfélög, en það krefst vandaðrar skipulagningar, eftirlits og þátttöku samfélagsins til að tryggja að ávinningi hennar sé skipt á réttlátan hátt og að áhrif hennar séu sem minnst.

Samþykkt: 
 • 8.6.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndis_Guðjónsdóttir_BS.pdf3.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna