is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44846

Titill: 
  • Breytileiki jarðvegs í gróðurlendum Skorradals
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er greint frá rannsókn sem var gerð á völdum jarðvegsþáttum í Skorradal, Borgarfirði, sumarið 2021. Svæðið er að mestum hluta mólendi sem hefur verið friðað fyrir beit frá árinu 2005. Þar er gamall birkiskógur og skógrækt sem hefur verið stunduð frá 7. áratug síðustu aldar. Rannsóknarsvæðið býður upp á að skoða hvernig jarðvegseiginleikar breytast með hæð í Vatnshornshlíð, þar sem áður var birkiskógur, svo og út frá jöðrum gamals birkiskógar og nýrri skógræktar þar sem aðfluttar tegundir voru gróðursettar í birkikjarr. Þarna eru kjör aðstæður til að skoða hvernig eiginleikar jarðvegs gamals birkiskógar viðhaldast í kjölfar rasks. Mesta athygli vakti hversu hátt kolefnishlutfall jarðvegs er í mólendinu og jafnvel hærra en gerist í brúnjörð mólendis almennt. Líklegasta skýringin er sú að áhrif birkiskógarins sem var þar áður sé enn til staðar. Landnám birkis hafði aftur á móti ekki bætt jarðvegsgæði, enda skammt síðan það nam land og áhrif þess varla farin að sjást. Í öllum tilvikum uxu birkiplönturnar í virku rofi og voru enn smáar. Erfitt er að segja hvort beitarfriðun síðastliðin 15 ár í Vatnhornshlíð sé farin að hafa áhrif á jarðveg.
    Beitarfriðun hefur að öllum líkindum haft fljótt áhrif á gróðurhulu en svörun jarðvegs er hægari. Minnsti styrkur kolefni og niturs (%) var í sniðum sem liggja næst bænum Vatnshorni. Það gæti verið að áhrif beitardýra út frá bænum séu enn til staðar. Þetta var skoðað með tilliti til raskátta (e. piosphere) sem voru skoðaðar út frá loftmynd. Þegar kolefnismagn á 0-10 sm dýpt í birkiskóginum (snið 1) var borið saman við sniðin næst skóginum (snið 2 og 3), sýndi tölfræðipróf að meiri líkindi voru á kolefnismagni milli sniða 1 og 2 en sniða 1 og 3. Almennt lækkaði hlutfall C/N með auknu dýpi, sem getur bent til þess að jarðvegurinn sé að hnigna hraðar í efri lögum jarðvegsins.

Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44846


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð 2023 Berglind Gudjonsdottir.pdf2.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna