is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44849

Titill: 
  • Yrkjatilraun á hunangsberjatoppi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hunangsberjatoppur (Lonicera caerulea Var.) er berjarunni sem fyrst var tekinn til ræktunar í Rússlandi fyrir rétt rúmri öld. Tegundin á uppruna sinn að rekja til kaldtempraðra svæða norðurhvels. Í dag er þessi berjaplanta að ryðja sér til rúms sem nytjaplanta á Vesturlöndum, samfara vaxandi eftirspurn eftir hunangsberjum, en eftirspurnin er þegar mjög mikil á Japansmarkaði. Berin eru bæði bragðgóð og ákaflega rík af askorbínsýru (C-vítamín) og öðrum andoxunarefnum. Verðlag á hunangsberjum og vörum unnar úr hunangsberjum er auk þess almennt hátt. Hunangsberjatoppur býr yfir ýmsum kostum sem gera hana að eftirsóttri nytjaplöntu, einkum í löndum þar sem vetrarhörkur eru miklar. Tegundin býr yfir miklu frostþoli en í vetrardvala getur hún þolað allt að -47°C. Blóm hunangsberjatopps eru einnig frostþolin en þau geta þolað allt -10°C án þess að verða fyrir skaða. Tegundin þarf kalda vetur og er því ófær um að þrífast í suðlægum heimshlutum. Af þeim sökum er ekki við suðlæg lönd að keppa á hunangsberjamarkaði. Enn fremur herja engin skaðleg skordýr á tegundina og því er unnt að rækta hana án allra varnarefna. Þá er mögulegt að uppskera ber hunangsberjatopps með vélum.
    Sumarið 2019 lagði Landbúnaðarháskóli Íslands út yrkjatilraun með hunangsberjatopp þar sem níu yrki voru borin saman. Yrkin sem til skoðunar voru heita 'Giant‘s Heart', 'Vostorg', 'Jugano', 'Blue Banana', 'Aurora', 'Honey Bee', 'Boreal Blizzard', 'Boreal Beast' og 'Boreal Beauty'. Í tilrauninni voru plönturnar gróðursettar í hefðbundnu blokkarskipulagi í þremur endurtekningum. Fjórar plöntur af sama yrki voru saman í reit og hafði hver blokk níu samreiti, einn fyrir hvert yrki. Heildarfjöldi plantna í tilrauninni var 108 plöntur. Úttekt á tilrauninni var framkvæmd sumarið 2022, og beinir þessi BS-ritgerð sjónum að niðurstöðum þeirrar úttektar. Í úttektinni var horft til lifunarhlutfalls, vorþróttar, vaxtar og berjauppskeru.
    Niðurstöður sýna að til eru yrki af hunangsberjatoppi sem dafna með ágætum við íslenskar aðstæður, en jafnframt að talsverður munur er á milli yrkja hvað varðar þá lykilþætti sem ákvarða hve vel plöntutegund er aðlöguð að umhverfi sínu. Aðeins þrjú yrki komu vel út í öllum þeim þáttum sem til skoðunar voru. Voru það yrkin 'Honey Bee', 'Boreal Beast' og 'Boreal Beauty'. Þessi yrki voru jafnframt einu yrkin í tilrauninni sem höfðu hluta af erfðaefni sínu ættað frá Kúríleyjum. 'Boreal Beast' var það yrki sem var með hæsta lifunarhlutfallið en lifunarhlutfall þess yrkis var á 97%. Yrkið 'Honey Bee' sýndi mestan vorþrótt og var með mestan meðalbreiddarvöxt. Yrkið 'Boreal Beauty' bar af hvað varðar afköst í berjaframleiðslu vegna mun hærri meðalþyngdar fullþroskaðra berja samanborið við önnur yrki í tilrauninni. Þá var 'Boreal Beauty' einnig með mestu meðalhæðina. Önnur yrki en yrkin 'Honey Bee', 'Boreal Beast' og 'Boreal Beauty' gáfu af sér sárafá ber.

Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44849


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_03.05_Hallþór_Jökull.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna