Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44850
Frá landnámi hefur átt sér stað mikil gróður- og jarðvegseyðing þar sem heilu vistkerfin hafa eyðst. Hafa þar ýmsir þættir haft áhrif. Skógar hafa eyðst og síðan gróðurþekja, sem leitt hefur til jarðvegsrofs, en eldfjallajarðvegur sem ríkjandi er á Íslandi hefur litla samloðun, háa vatnsleiðni og mikla vatnsrýmd sem gerir hann rofgjarnan og viðkvæman fyrir jarðvegsrofi. Einnig eru fleiri öfl sem magna upp jarðvegsrof, þ.e. loftslag og eldvirkni.
Í þessari rannsókn voru tekin jarðvegssýni í uppgræðslutilraunareitum á Geitasandi, tekin voru jarðvegssýni í nokkrum reitum sem hafa þrjár uppgræðslumeðferðir, þar á meðal viðmið. Meðferðirnar eru; grassáning og áburðargjöf (gras+ábr), grassáning, áburðargjöf og birkieyjur (gras+ábr og birki) og viðmið.
Markmiðið var að rannsaka kolefni í jarðvegi, athuga hvort marktækur munur væri á uppgræðslumeðferðum og athuga hvort kolefni hafi aukist frá fyrri rannsóknum á sömu tilraunareitum. Helstu niðurstöður eru þær að kolefni hefur aukist frá fyrri rannsóknum, aukingin var mismikil eftir meðferðum, en ekki var marktækur munur á milli gras+ábr og gras+ábr og birki. Hlutfall kolefnis í gras+ábr jókst úr 0,43% í 0,73% sem er mun meira en hjá gras+ábr og birki, það jókst úr 0,57% í 0,61%.
Undirritaður telur að áfok hafi áhrif á kolefnisbindingu í uppgræðslutilraunareitunum, áfokið þynnir kolefni í jarðveginum, einkum birkið. Í næstu rannsóknum þyrfti að taka jarðvegssýni á meira dýpi til að fá betri mynd af kolefnisbindingunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kolefni í jarðvegi Jóhann Gísli 100523.pdf | 1,5 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |