en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44851

Title: 
  • Title is in Icelandic Mælingar fyrir klassískar kraftlyftingar : tengsl á líkamssamsetningu og frammistöðu í klassískum kraftlyftingum hjá karlkyns keppendum á Íslandsmeistaramóti
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinar var að skoða tengsl á milli líkamssamsetningar og frammistöðu í klassískum kraftlyftingum. Þátttakendur í rannsókninni voru 16 karlkyns keppendur á Íslandsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum 2023. Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu 12. febrúar 2023 til 28. febrúar 2023. Þátttakendur voru á aldrinum 18 til 33 ára, meðalaldur 23.5, staðalfrávik +/- 4.8717. Framkvæmdar voru mælingar á líkamssamsetningu, ummáli líkamshluta, lengd útlima og búks ásamt heildarmagni af fitufríum massa. Þá voru gögn frá mælingum borin saman við árangur á Íslandsmeistaramóti, sem haldið var sex dögum eftir að mælingum lauk. Marktæk jákvæð meðal sterk fylgni var á ummáli hálsar og hnébeygju (r=0.563), bekkpressu (r=0.564) og samanlögðu (r=0.570) með 95% vissu (p=0.05). Marktæk jákvæð meðal sterk fylgni var á ummáli bringu og hnébeygju (r=0.568) og samanlögðu (r=0.515) með 95% vissu (p=0.05). Marktæk jákvæð sterk fylgni (r=0.810) var á ummáli upplæris og árangri í hnébeygju með 95% vissu (p=0.05). Marktæk jákvæð meðal sterk fylgni var á ummáli upplæris og árangri í bekkpressu (r=0.511) , réttstöðulyftu (r=0.641) og samanlögðu (r=0.724) með 99% vissu (p=0.01). Niðurstöður rannsóknarnir gefa til kynna að frammistaða í klassískum kraftlyftingum sé beintengd magni af fitufríum massa og voru þær niðurstöður í samræmi við fyrri rannsóknir.

Accepted: 
  • Jun 8, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44851


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.Sc Lokaverkefni Gabríel Ómar Hafsteinsson.pdf1,51 MBOpenComplete TextPDFView/Open