Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44856
Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi og er stunduð af börnum og fullorðnum á mismunandi getustigi. Getuskipting er algeng í knattspyrnu og hafa ákveðnir þættir áhrif á hana. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samanburð á líkamlegu atgervi leikmanna í 2.- og 4. flokks karla í knattspyrnu eftir getuskiptingu. Einnig að skoða hvort að fæðingardagsáhrifa gæti við getuskiptingu hjá sömu flokkum. Gerðar voru líkamsmælingar á 2.- og 4. flokki karla Vals í knattspyrnu. Það voru þrjár mælingar gerðar: 30 metra sprettur, CMJ og Yo-Yo IE2. Einnig var mæld hæð og þyngd leikmanna. Samanburður var gerður á milli flokkana og skipti þjálfari þeim í A og B hópa í prófunum. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að marktækur munur væri á 2.- og 4. flokki. Marktækur munur væri á milli A og B hópa í prófunum, en ekki í líkamsmælingunum. Einnig var marktækur munur á milli samspils aldurs og getustigs í Yo-Yo IE2 prófinu, en ekki í CMJ, 30 metra spretti og líkamsmælingunum. Niðurstöður sýndu að ekki væru fæðingardagsáhrif í 2. flokki karla eftir A og B hópum, en að það væru fæðingardagsáhrif í 4. flokki karla eftir hópunum. Niðurstöðurnar gefa til kynna marktækan mun á líkamlegri getu á milli flokkana og hópana. Þær gefa samt ekki til kynna marktækan mun á milli hópana eftir líkamssamsetningu og samspili milli aldurs og getustigs í öllum prófunum nema í Yo-Yo IE2 prófinu. Áhugavert væri að rannsaka fleiri félagslið hér á landi og lið erlendis til að sjá hvort niðurstöður yrðu þær sömu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni B.Sc. í íþróttafræði_Sturla.pdf | 783.48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |