is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44857

Titill: 
  • Áhrif grisjunar á aldurssamsetningu og vöxt bleikju (Salvelinus alpinus) í Löðmundarvatni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Löðmundarvatn er um 1 km2 stórt stöðuvatn á Fjallabaki. Vatnið var fisklaust þar til bleikju var sleppt í það til fiskræktar um 1965. Bleikja er fiskur sem hefur gríðarlegan margbreytileika í svipgerð, lífsferlum og vistfræði. Þar sem ekki er um neina samkeppni að ræða um auðlindir vatnsins fjölgaði bleikjan sér mikið og mikil samkeppni varð innan stofnsins sem leiddi til þess að fiskurinn varð smár og í lélegum holdum en af slíkum fisk eru litlar nytjar. Ráðist var í grisjunaraðgerðir með lagnetum í sjálfboðavinnu árin 2019 – 2022 til að fækka í stofninum og bæta lífsskilyrði fyrir þá einstaklinga sem eftir yrðu. Tilraunir með slíkar aðgerðir hafa borið góðan árangur í vötnunum Takvatn og Øvre Stavåtjønn í norður-Noregi þar hafði grisjun þau áhrif að auka vaxtarhraða vegna aukins fæðuframboðs og skiptingu búsvæða. Einnig hafði grisjun áhrif til minnkunar á sníkjudýrabyrði. Í Löðmundarvatni var lagt upp með að veiða 20 kg/ha. en aðeins náðist að veiða um helming þess sem gert hafði verið ráð fyrir. Árin 2018 og 2022 voru framkvæmdar rannsóknaveiðar í Löðmundarvatni þar sem lengd, aldur, kynþroski, holdstuðull, fæða og sníkjudýrabyrði bleikju var könnuð og niðurstöður bornar saman. Enginn marktækur munur fannst varðandi kynþroska og holdstuðul. Lengd var marktækt meiri eftir grisjun og einnig hafði magafylli aukist. Aðalfæða bleikju reyndist vera efjuskel og ýmsir svifkrabbar. Sníkjudýrabyrði í fiski var almennt lág í vatninu og sérstaklega var tíðni breiða bandorms, Diphyllobothrium spp. lág í samanburði við önnur vötn. Í Löðmundarvatni er ekki að finna hornsíli sem er algengur millihýsill fyrir Diphyllobothrium spp. Augljóst er að meira átak þarf í grisjun til að bleikjan fari að stækka þannig að ávinningur verði af og ólíklegt að það náist með óbreyttum aðferðum. Þá er sníkjudýrabyrði bleikjunnar og tengsl við hornsíli áhugavert rannsóknarefni.

Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigurðurKristjánsson__BSverkefni.pdf1,51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna