Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44861
Það virðist sem svo að atvinnuíþróttamenn geti leikið íþrótt sína lengur en áður var á háu getustigi. Mörg dæmi eru um í vinsælum boltagreinum eins og fótbolta, körfubolta og handbolta að íþróttamenn geti leikið á háu getustigi langt inn á fertugsaldurinn. Margir þættir spila þar inn í eins og erfðir, líkamsbygging, andlegur styrkur, meiðsli, endurheimt og fleira. Markmið þessarar rannsóknar var að skyggnast inn í heim atvinnumanns í handbolta sem leikið hafði að minnsta kosti til 38 ára aldurs á hæsta getustigi. Í rannsókninni voru þátttakendur sjö talsins, allt leikmenn sem höfðu leikið með landsliðum sinnar þjóðar í sterkustu deildum Evrópu. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þátttakendur og viðtalsramminn smíðaður út frá heildrænu íþróttaferilslíkani (e. holistic athletic career model). Þrjú stig líkansins voru notuð til þess að skoða ferla þátttakenda en það voru vígsla (e. initiation) (6-12 ára aldur), þróun (e. development) (13-18 ára aldur) og leikni (e. mastery) (19-38 ára aldur). Niðurstöðum var skipt niður í þemu út frá stigum líkansins. Þau voru byrjun á handboltaferli, stuðningur foreldra, yngri flokka þjálfarar, aukaæfing, fjölskyldulíf, hvatning, andlegur styrkur, líkamleg hrörnun - breyttar æfingar, leikstaða og meiðsli. Þátttakendur rannsóknarinnar áttu það allir sameiginlegt að hafa meiðst lítið á sínum ferli og léku þeir allir leikstöðu á vellinum þar sem þeir voru í minni líkamlegri snertingu en leikmenn úr öðrum leikstöðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 599.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |