Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44868
Markmið rannsóknar var að skoða hámarkssúrefnisupptöku mælda á hlaupabretti og á hjóli hjá þolíþróttafólki og kanna hvort munur væri þar á. Þátttakendur voru fjórir íslenskir karlmenn sem æfa þríþraut. Mælingarnar fóru fram þann 13. mars 2023 og 20. mars 2023. Þátttakendur voru á aldrinum 35,8 til 45,1 ára, meðaltal 40,39, staðalfrávik ± 4,14. Framkvæmdar voru mælingar á hámarkssúrefnisupptöku og líkamsmælingum og fylgni skoðuð á milli ýmsa breyta. Niðurstöður sýndu ekki marktækan mun en á hjóli var meðaltals hámarkssúrefnisupptaka 46,44 ± 9,98 ml x kg-1 x mín-1 og á hlaupabretti 45,1 ± 9,07 ml x kg-1 x mín-1. Marktæk neikvæð fylgni kom fram á milli þyngd og hámarkssúrefnisupptöku mælda í ml/kg/mín bæði á hjóli (r=-0.982) (p<0.05) og á hlaupabretti (r=-0.995)(p<0.01). Líka var marktæk fylgni á milli BMI og hámarkssúrefnisupptöku mælda í ml/kg/mín á bæði á hjóli (r=-0.955)(p<0.05) og á hlaupabretti (r=-0.972)(p<0.05). Niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að íslenskir karlkyns þríþrautarmenn hafa jafna hámarkssúrefnisupptöku á hjóli og á hlaupum sem er í samræmi við fyrri rannsóknir. Niðurstöður gefa einnig til kynna að líkamssamsetning hafi áhrif á getu einstaklings til að ná hárri hámarkssúrefnisupptöku.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc-LokaverkefniKH.pdf | 570,44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |