is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44870

Titill: 
  • Áhrif hreyfingar á svefngæði og andlega líðan einstaklinga með vægan kæfisvefn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif 12 vikna æfingaáætlunar á svefngæði og andlega líðan einstaklinga með vægan kæfisvefn. Aðferð: Þrjátíu og einum þátttakanda (34.38 ± 4.37, 48% karlar) sem greindur var í forrannsókn með vægan (AHI 5-14.9) eða miðlungs (AHI 15-29.9) kæfisvefn, var skipt með slembi aðferð í tvo hópa: æfingahóp og samanburðarhóp. Framkvæmdar voru mælingar á hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðli (BMI), gripstyrk og þoli þátttakenda. Svefn þátttakenda var mældur með þriggja nátta svefnmælingu, auk þess sem þátttakendur svöruðu spurningarlistum um andlega heilsu, vellíðan og svefngæði (DASS-21, SF-36 og PSQI). Niðurstöður: Munur fannst á fyrri og seinni líkamsmælingum og líkamshreystimælingum þátttakenda í æfingahóp. Marktækur munur fannst á fyrri og seinni líkamsmælingum á innri fitu, fituprósentu og vöðvamassa (p<0.05) og fyrri og seinni mælingum á þoli sem metið var með 6 mínútna gönguprófi (m) (p<0.05), hjá þátttakendum í æfingahóp. Ekki fannst munur á líkamsmælingum eða líkamlegu hreysti hjá samanburðarhóp. Ekki fannst marktækur munur á andlegri líðan og almenni vellíðan þátttakenda, hvorki í æfingahóp né samanburðarhóp (p>0.05). Marktækur munur fannst á fyrri og seinni mælingum á svefngæðum, svefntruflunum og syfju yfir daginn (p<0.05) hjá þátttakendum í æfingahóp. Marktækur munur fannst einnig á fyrri og seinni mælingum á svefngæðum og svefntöfum (p<0.05) þátttakenda í samanburðarhóp. Ekki var marktæk fylgni milli andlegrar líðanar þátttakenda og tíðni öndunarhléa (p>0.05). Umræður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 12 vikna æfingaáætlun hafði ekki áhrif á andlega líðan né almenna vellíðan einstaklinga með vægan kæfisvefn en geti haft áhrif á svefngæði einstaklinga með vægan kæfisvefn.

Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif hreyfingar á svefngæði og andlega líðan einstaklinga með vægan kæfisvefn.pdf831.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna