is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44875

Titill: 
  • Líkindafræðilegt reiknilíkan fyrir uppsetningu varavakta í vaktaskipulagi flugáhafna
  • Titill er á ensku A probabilistic mathematical model for standby shifts setup in crew scheduling
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áætlanagerð áhafna er einn af meginþáttum farsæls reksturs flugfélaga. Það eru margar skorður sem þarf að taka tillit til, t.d. orlof, þjálfun og kjarasamningar og vandamálið er því flókið. Kostnaður vegna áhafna er næsthæsti kostnaðarliðurinn á eftir eldsneytiskostnaði, þannig að bæting á nýtingu áhafna getur skilað verulegum sparnaði. Mikilvægur hluti af líkönum fyrir áhafnaáætlanir eru varavaktir. Nauðsynlegt er að hafa nóg af starfsfólki á varavakt sem og að hámarka nýtingu og lágmarka kostnað. Gerð var ítarleg greining á sögulegum gögnum frá Icelandair er varða varavaktir. Formúla var fengin með línulegri aðhvarfsgreiningu til að reikna út framtíðareftirspurn eftir starfsfólki á varavakt. Formúlan var grunnur að líkindafræðilegu reiknilíkani sem þróað var til að búa til plan fyrir varavaktir sem uppfyllir skorður og lágmarkar kostnað á grundvelli líkinda. Reiknilíkanið var þjálfað með gögnum frá mars 2022 til febrúar 2023 og prófað með gögnum frá mars og apríl 2023. Niðurstöðurnar lofa góðu og samkvæmt prófuninni gæti líkanið bætt nýtingu varavakta og lækkað kostnað. Aðferðin gæti reynst gagnleg til að styðja við skipulagningu varavakta. Áframhaldandi vinna gæti falið í sér að bæta við gögnum svo hægt sé að gera formúluna nákvæmari. Líkanið mætti útvíkka fyrir aðra áhafnarmeðlimi sem og nýjar flugvélategundir.

  • Útdráttur er á ensku

    Efficient crew planning and scheduling are essential in making an airline’s operations successful. There are many constraints to consider, including vacation, training, and collective agreements, and therefore the problem is complex. Costs due to crews are the second highest operating cost after fuel, so improvements in crew utilization can result in significant savings. A critical part of crew scheduling models for aviation is standby shifts. Having enough people on standby is essential, as well as maximizing utilization and minimizing incurred costs. In this thesis, a thorough data analysis was conducted on historical data from Icelandair regarding the planning of standby shifts for pilots. A formula was created by linear regression analysis that uses parameters to predict standby need. The formula was the foundation of a probabilistic mathematical model developed to generate standby shifts schedule fulfilling constraints and minimizing expected cost. The mathematical model was trained with data from March 2022 to February 2023 and tested with data from March and April 2023. The results are promising, and according to the test run, the model could increase standby utilization and lower cost. The method could prove to be useful in supporting the planning of standby shifts. Further work might include adding more data to make the prediction formula more accurate. The model could be extended to other crew members and new aircraft types.

Styrktaraðili: 
  • Icelandair
Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSC-ThorunnGudmundsdottir-2023.pdf2.42 MBLokaður til...02.06.2033HeildartextiPDF
Þórunn Guðmundsdóttir.pdf423.67 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna