Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44879
Markmið þessa ritgerðar var að rannsaka hvort undirlag og staðsetning leikja hefði áhrif á spretthlaup leikmanna meistaraflokks Stjörnunnar í knattspyrnu í leikjum Bestu deildarinnar árið 2022. Einnig var markmið að kanna hvort fylgni væri á milli sprettvegalengdar, hlutfall spretta af heildarvegalengd og jákvæðra úrslita leikja. Rannsóknin var megindleg og voru þátttakendur 22 talsins. Gögnum var safnað með GPS mælum sem leikmenn Stjörnunnar höfðu á sér í leikjum. Spretthegðun leikmanna var flokkuð í meðaltal af heildarvegalengd spretthlaupa leikmanna í leikjum og hlutfall spretthlaupa af heildarvegalengd. Voru þessir þættir skoðaðir eftir undirlagi og staðsetningu leikja og skoðað fylgni milli spretta og markamun í lok leiks, og þar með, úrslita. Í ljós kom að staðsetning leikja og undirlag höfðu ekki marktæk áhrif á heildarvegalengd spretta og hlutfall spretta af heildarvegalengd. Veik, neikvæð fylgni fannst á milli heildarvegalengd spretta og markamun í lok leiks. Einnig fannst neikvæð, veik fylgni á milli hlutfall sprettvegalengdar af heildarvegalengd og markamun í lok leiks. Niðurstöður gefa til kynna að það eru fleiri áhrifaþættir en staðsetning leikja og undirlag sem hafa áhrif á spretthegðun leikmanna og að aukinn sprettvegalengd og hærra hlutfall heildarvegalengdar spretta af heildarvegalengd hafi ekki endilega stór áhrif á úrslit.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc verkefni - PDF skjal 2.pdf | 385.63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |