is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4488

Titill: 
  • Framtíðarhorfur sparisjóða, með áherslu á Ísland og Evrópusambandið
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um framtíðarhorfur sparisjóða með áherslu á Ísland og Evrópusambandið. Byrjað er á því að gera grein fyrir kostum sparisjóð og aðgreiningu þeirra frá öðrum fjármálafyrirtækjum. Eftir það er lagt mat á þá þróun sem hefur átt sér stað innan Evrópusambandsins undanfarna áratugi og kannað hvaða áhrif sú þróun hefur haft á sparisjóðakerfi nokkurra landa. Því næst er uppruni og þróun íslenska sparisjóðakerfisins tekin fyrir og fjallað um þá áhrifavalda sem hafa haft mest áhrif á þróun kerfisins hérlendis. Að lokum er svo tekinn fyrir einn sparisjóður, nánar tiltekið Sparisjóðurinn í Keflavík, og mat lagt á rekstrar- og efnahagsreikninga sjóðsins með það fyrir augum að sjá hvernig rekstur hans hefur þróast. Niðurstöðurnar eru þær að þrátt fyrir að sparisjóðirnir hafi þurft að gera breytingar á rekstrarformi sínu í kjölfarið á stefnu Evrópusambandsins og að tækniþróun hafi fært stærri banka nær viðskiptavinum þá sé sá markaðsbrestur, sem þeir voru stofnaðir til þess að leysa, enn til staðar og því enn mikil þörf fyrir starfsemi þeirra. Á Íslandi hefur ákvörðun löggjafans um að veita stofnfjáreigendum heimild til þess að kjósa alla stjórnarmenn í stjórn sparisjóða og jafnframt að veita þeim heimild til þess að breyta þeim í hlutafélög valdið miklum breytingum. Svo virðist sem löggjafinn hafi annaðhvort talið sparisjóði úrelta eða þá að hann hafi treyst stofnfjáreigendum til þess að verja bæði sína eigin hagsmuni sem og hagsmuni viðskiptavina á sama tíma. Sterkar vísbendingar eru hins vegar um að stofnfjáreigendur hafi aðeins reynt að hámarka eigin hag og með því hafi einkenni og kostir sparisjóðanna tapast. Sé vilji til þess að endurreisa sparisjóðakerfið í upphaflegri mynd eftir undangegnið efnahagshrun þá er nauðsynlegt að gefa viðskiptavinum tækifæri á að verja hagsmuni sína í með setu í stjórn sjóðanna. En þörf virðist vera á endurreisn samkvæmt þeim vísbendingum sem athuganir í löndum Evrópu hafa sýnt um mikilvægi þeirra.

Samþykkt: 
  • 5.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
knutur_runar_fixed.pdf950.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna