is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44903

Titill: 
  • Stefnumótun og stjórnun vörumerkja : árangursþættir í framkvæmd stefnu hjá fyrirtækjum sem hafa byggt upp sterk vörumerki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að skilgreina árangursþætti við innleiðingu og framkvæmd stefnu hjá íslenskum fyrirtækjum sem hafa byggt upp sterk vörumerki. Höfundur fjallar um helstu kenningar um árangursríka framkvæmd stefnu og fjallar um niðurstöður rannsókna sem geta útskýrt hvað hefur áhrif á að allt starfsfólk fyrirtækisins gangi í takt við að koma stefnunni í framkvæmd. Tekin voru viðtöl við markaðsstjóra fjögurra íslenskra fyrirtækja til að svara rannsóknarspurningunni: Hverjir eru helstu árangursþættir við innleiðingu og framkvæmd stefnu hjá íslenskum fyrirtækjum sem hafa byggt upp sterk vörumerki? Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að hafa hlotið tilnefningu sem bestu íslensku vörumerkin árið 2022 þar sem horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar en þau eru Krónan, Play, Sky Lagoon og 66°Norður. Þeir þættir sem helst voru nefndir til árangurs eru samofnir að mörgu leyti en tengjast allir stjórnskipulagi og innri samskiptum sem byggja í grunninn á einfaldri og skýrri stefnu. Fyrirtækin hafa einfaldað stefnu sína verulega og leggja áherslu á þrjá til fimm þætti úr stefnunni í öllum aðgerðum. Mikið er lagt uppúr því að innri samskipti séu markviss, boðleiðir stuttar og að starfsfólki sé treyst fyrir ákvarðanatöku í takt við stefnuna. Með þessum aðferðum hefur fyrirtækjunum tekist að skapa menningu sem styður við árangursríka framkvæmd stefnu. Það er von höfundar að fyrirtæki geti nýtt innihald þessarar ritgerðar til að átta sig á því hvaða þættir verða að liggja til grundvallar til að koma stefnu í framkvæmd og byggja upp sterk vörumerki.
    Efnisorð: stefnumótun, vörumerki, framkvæmd stefnu, árangursþættir

Samþykkt: 
  • 8.6.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM2023_Arna Rut Hjartardóttir_Stefnumótun og stjórnun vörumerkja_árangursþættir í framkvæmd stefnu.pdf535.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna